6. Staðsetning heimilis Peters Whitmer eldra
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

6. Staðsetning heimilis Peters Whitmer eldra

Þetta bjálkahús stendur fyrir upprunalegt bjálkahús Peters Whitmer eldra í Fayette, New York.

Merkir atburðir: Joseph Smith lauk hér við þýðingu Mormónsbókar seint í júní 1829. Í skóginum hér nærri sáu vitnin þrjú engilinn Moróní og gulltöflurnar. Vitnisburður þeirra er nú prentaður fremst í öllum útgáfum Mormónsbókar. Hinn 6. apríl 1830 komu um sextíu manns saman á heimili Peters Whitmer til að vera vitni að formlegri stofnun Kirkju Jesú Krists (K&S 20). Fyrstu samkomur og ráðstefnur hinnar ungu kirkju voru haldnar hér. Tuttugu þeirra opinberana sem er að finna í Kenningu og sáttmálum fengust á heimili Peters Whitmer.