11. Musterislóðin í Far West
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

11. Musterislóðin í Far West

Landnámið í Far West, Missouri varð samastaður 3.000 til 5.000 heilagra sem leituðu skjóls frá ofsóknunum í Jackson- og Claysýslum. Árið 1838 bauð Drottinn hinum heilögu að byggja musteri hér (sjá K&S 115:7–8). Ofsóknir múgsins komu í veg fyrir að þau gætu gert það. Hinn 31. október það ár var spámaðurinn Joseph Smith og aðrir kirkjuleiðtogar handteknir og, eftir réttarhald í Richmond, fangelsaðir í Liberty-fangelsinu. Veturinn 1838–1839 voru Síðari daga heilagir hraktir frá Far West og öðrum stöðum í Missouri og þeir komu sér fyrir í Illinois.

Merkir atburðir: Musterislóð var vígð og hornsteinar lagðir. Sjö opinberanir sem birtust í Kenningu og sáttmálum fengust (kaflar 113–115; 117–120). Joseph F. Smith, sjötti forseti kirkjunnar, fæddist 13. nóvember 1838, í Far West. Í Far West voru um hríð höfuðstöðvar kirkjunnar undir stjórn spámannsins Josephs Smith.