4. Grandin prentsmiðjan
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

4. Grandin prentsmiðjan

Endurreist prentsmiðja Egberts B. Grandin í Palmyra, New York, þar sem fyrsta eintak Mormónsbókar var gefið út 1830. Martin Harris veðsetti búgarð sinn og seldi hluta hans til þess að greiða kostnaðinn við prentun á 5.000 eintökum af Mormónsbók. Setning bókarinnar hófst í ágúst 1829, og fullunnin eintök voru fáanleg 26. mars 1830.

Merkir atburðir: Martin Harris var boðið að láta eigur sínar fúslega af hendi til að greiða skuldina vegna prentunar Mormónsbókar (K&S 19:26–35).