Námshjálp
18. Salt Lake musterið


18. Salt Lake musterið

Ljósmynd
ljósmynd 18

Horft á Salt Lake musterið frá norðaustri. Fáeinum dögum eftir að fyrstu hópar hinna Síðari daga heilögu komu í Saltvatnsdalinn rak Brigham Young forseti niður göngustaf sinn og lýsti yfir: „Hér reisum vér musteri Guðs vors.“ Skóflustungan var tekin 14. febrúar 1853. Hinn 6. apríl 1853 voru hornsteinar lagðir. Musterið var fullgert og vígt fjörutíu árum síðar, 6. apríl 1893. Í sérstökum fundarsölum musterisins koma Æðsta forsætisráðið og Tólfpostulasveitin vikulega saman til að bera saman bækur sínar og leita leiðbeininga Drottins varðandi stjórnun og uppbyggingu Guðs ríkis.

Merkir atburðir: Hér hefur Drottinn veitt forsetum kirkjunnar og öðrum aðalvaldhöfum yfirgnæfanlega opinberun anda síns, þar á meðal Opinbera yfirlýsingu 2. Nær okkur í tíma var hér einróma samþykkt Æðsta forsætisráðsins og Tólfpostularáðsins gefin út, „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins.“ Helgiathafnir musteris framkvæmdar bæði fyrir lifendur og látna hafa blessað líf milljóna manna.