14. Rauðsteinabygging verslunar Josephs Smith yngri
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

14. Rauðsteinabygging verslunar Josephs Smith yngri

Þessi endurgerð verslunar og skrifstofu Josephs Smith yngri er staðsett í Nauvoo, Illinois. Hún var ein af mikilvægustu byggingum kirkjunnar á Nauvoo tímabilinu. Ekki aðeins var hún aðalverslunin, hún varð einnig miðstöð félagslífs, efnahags, stjórnmála og trúarlegra athafna. Joseph Smith hafði skrifstofu á annari hæð hússins.

Merkir atburðir: Fram að því að musterið var fullbúið var efri hæð verslunarinnar notuð fyrir helgiathafnir, þar sem fyrstu fullkomnu musterisgjafirnar voru gefnar. Hinn 17. mars 1842 stofnaði spámaðurinn Joseph Líknarfélag fyrir konurnar í kirkjunni.