17. Brottförin vestur
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

17. Brottförin vestur

Upphaf brottflutningsins frá Nauvoo, Illinois, var áætlaður í mars-apríl, en vegna ógnana múgsins ákvað Brigham Young forseti að brottför hinna heilögu yfir Mississippi-fljótið skyldi hefjast 4. febrúar 1846. Young forseti varð eftir til þess að veita musterisgjafir þeim hinna heilögu sem ekki fóru frá Nauvoo fyrr en um miðjan febrúar.

Merkir atburðir: Áður en dauða spámannsins Josephs Smith bar að höndum, spáði hann: „Sum ykkar munu upplifa það að fara og aðstoða við landnám og uppbyggingu borga og sjá hina heilögu verða að voldugri þjóð mitt í Klettafjöllunum.“ Nærri því 12.000 heilagir hurfu frá Nauvoo frá febrúar til september 1846. Eftir að hinir heilögu fóru frá Vetrarstöðvum og síðari áfangastöðum, voru þeir skipulagðir í tíu, fimmtíu og hundrað manna hópa, undir foringjum (K&S 136:3). Í september 1846 lagði múgur um það bil 800 manna til atlögu gegn Nauvoo vopnaðir sex fallbyssum. Eftir nokkurra daga bardaga urðu þeir hinna heilögu sem eftir voru að gefast upp til þess að bjarga lífi sínu og hafa möguleika á að komast yfir fljótið. Fimm til sex hundruð menn, konur og börn fóru yfir fljótið og komu sér upp búðum á fljótsbakkanum. Brigham Young forseti sendi björgunarleiðangra með vistir til þess að sækja þessa „vesælu heilögu.“