3 Nefí 18
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

18. Kapítuli

Jesús innleiðir sakramentið meðal Nefíta — Þeim er boðið að biðja ætíð í hans nafni — Þeir sem neyta holds hans og drekka blóð hans óverðugir eru fordæmdir — Lærisveinunum veitt vald til veitingar heilags anda. Um 34 e.Kr.

1 Og svo bar við, að Jesús bauð lærisveinunum að færa sér lítið eitt af abrauði og víni.

2 Og meðan þeir fóru eftir brauði og víni, bauð hann mannfjöldanum að setjast á jörðina.

3 Og þegar lærisveinarnir komu með abrauð og vín, tók hann brauðið, braut það og blessaði, og hann gaf það lærisveinunum og bauð þeim að neyta þess.

4 Og þegar þeir höfðu neytt þess og voru mettir orðnir, bauð hann þeim að gefa mannfjöldanum.

5 Og þegar mannfjöldinn hafði neytt þess og var mettur orðinn, sagði hann við lærisveinana: Sjá, einn yðar skal vígjast, og honum gef ég vald til að abrjóta brauðið og blessa það og gefa þeim, sem til heyra kirkju minni, öllum þeim, sem trúa og eru skírðir í mínu nafni.

6 Og þér skuluð ætíð gæta þess að gjöra þetta, já, eins og ég hef gjört, eins og ég hef brotið brauðið og blessað það og gefið yður.

7 Og þetta skuluð þér gjöra til aminningar um líkama minn, sem ég hef sýnt yður. Og það skal vera vitnisburður til föðurins um, að þér hafið mig ávallt í huga. Og ef þér hafið mig ávallt í huga, skal andi minn ætíð vera með yður.

8 Og svo bar við, að þegar hann hafði mælt þessi orð, bauð hann lærisveinunum að taka af víninu í bikarnum og drekka af því og gefa einnig mannfjöldanum að drekka af því.

9 Og svo bar við, að þeir gjörðu þetta, drukku af því og urðu mettir, og þeir gáfu mannfjöldanum, sem drakk og varð mettur.

10 Og þegar lærisveinarnir höfðu gjört þetta, sagði Jesús við þá: Blessaðir eruð þér fyrir það, sem þér hafið gjört, því að þetta er uppfylling boðorða minna, og þetta ber því vitni fyrir föðurnum, að þér eruð fúsir til að gjöra það, sem ég hefi boðið yður.

11 Og þetta skuluð þér ætíð gjöra fyrir þá, sem iðrast og skírðir eru í mínu nafni. Og þér skuluð gjöra það til minningar um blóð mitt, sem ég hef úthellt fyrir yður, svo að þér berið því vitni fyrir föðurnum, að þér hafið mig ávallt í huga. Og ef þér hafið mig ávallt í huga, skal andi minn ætíð vera með yður.

12 Og ég gef yður boðorð um að gjöra þetta. Og blessaðir eruð þér, ef þér gjörið þetta ætíð, því að þér byggið á abjargi mínu.

13 En hver sá yðar á meðal, sem gjörir meira eða minna en þetta, byggir ekki á bjargi mínu, heldur byggir á sendnum grunni. Og þegar regnið fellur, flóðin koma og vindar blása og bylja á þeim, þá munu þeir afalla og bhlið heljar standa þegar opin til að taka við þeim.

14 Blessaðir eruð þér því ef þér haldið boðorð mín, sem faðirinn hefur boðið mér að gefa yður.

15 Sannlega, sannlega segi ég yður, að þér verðið að halda vöku yðar og abiðja án afláts, svo að djöfullinn freisti yðar ekki og leiði yður ánauðug burt.

16 Og eins og ég hef beðið með yður, þannig skuluð þér og biðja í kirkju minni meðal þeirra, sem iðrast og eru skírðir í mínu nafni. Sjá ég er aljósið. Ég hef sýnt yður bfordæmi.

17 Og svo bar við, að þegar Jesús hafði mælt þessi orð til lærisveina sinna, sneri hann sér aftur að mannfjöldanum og sagði við hann:

18 Sjá, sannlega, sannlega segi ég yður, að þér verðið að halda vöku yðar og biðja án afláts, svo að þér fallið ekki í freistni. Því að aSatan þráir að eignast yður til að sálda yður eins og hveiti.

19 Þess vegna verðið þér ávallt að biðja til föðurins í mínu nafni —

20 Og ahvers sem þér biðjið föðurinn í mínu nafni, sem er rétt, og í trú, að þér hljótið það, sjá, það mun yður hlotnast.

21 aBiðjið með fjölskyldum yðar til föðurins, ætíð í mínu nafni, svo að eiginkonur yðar og börn megi blessuð verða.

22 Og sjá. Þér skuluð koma oft saman. Og þér skuluð ekki banna neinum manni að koma til yðar, þegar þér komið saman, heldur leyfið þeim að koma til yðar og bannið þeim það ekki —

23 Og þér skuluð abiðja fyrir þeim, en ekki vísa þeim burt. Og fari svo, að þeir komi oft, skuluð þér biðja til föðurins fyrir þeim, í mínu nafni.

24 Haldið því aljósi yðar á loft, til að það lýsi heiminum. Sjá, ég er bljósið, sem þér skuluð halda á loft — það sama og þér hafið séð mig gjöra. Sjá, þér sjáið, að ég hef beðið til föðurins, þér hafið öll orðið vitni að því.

25 Og þér sjáið, að ég hef boðið, að aekkert yðar skuli fara burt, heldur hef ég boðið yður að koma til mín, svo að þér mættuð bfinna og sjá. Já, slíkt hið sama skuluð þér gjöra gagnvart heiminum. Og hver sá, sem brýtur þetta boðorð, lætur leiða sig í freistni.

26 Og nú bar svo við, að þegar Jesús hafði mælt þessi orð, beindi hann augum sínum aftur að lærisveinunum, sem hann hafði valið, og sagði við þá:

27 Sjá, sannlega, sannlega segi ég yður, að ég gef yður annað boðorð, en síðan verð ég að fara til aföður míns til að uppfylla bönnur boðorð, sem hann hefur gefið mér.

28 Og sjá, þetta er boðorðið, sem ég gef yður, að þér vísvitandi leyfið engum aóverðugumbþiggja hold mitt og blóð, þegar þér veitið það —

29 Því að hver sá, sem aóverðugur etur og drekkur hold mitt og bblóð, etur og drekkur sálu sinni til fordæmingar. Ef þér þess vegna vitið, að einhver er óverðugur þess að eta og drekka af holdi mínu og blóði, þá skuluð þér banna honum það.

30 Þó skuluð þér ekki akasta honum burt frá yður, heldur skuluð þér þjóna honum og biðja til föðurins fyrir honum í mínu nafni. Og fari svo, að hann iðrist og láti skírast í mínu nafni, þá skuluð þér taka á móti honum og veita honum af holdi mínu og blóði.

31 En iðrist hann ekki, skal hann ekki teljast meðal fólks míns, svo að hann tortími ekki fólki mínu. Því að sjá. Ég þekki asauði mína og veit tölu þeirra.

32 Þó skuluð þér ekki vísa honum út úr samkunduhúsum yðar eða bænastöðum, því að slíkum skuluð þér halda áfram að þjóna. Því að þér vitið ekki, nema þeir snúi til baka og iðrist og komi til mín í einlægum ásetningi, og ég mun gjöra þá aheila. Og þér skuluð vera tæki til að færa þeim sáluhjálp.

33 Varðveitið því þessi orð, sem ég hef gefið yður, svo að þér verðið ekki leiddir til adóms. Því að vei sé þeim, sem faðirinn fordæmir.

34 Og ég gef yður þessi boðorð vegna sundurlyndisins, sem verið hefur meðal yðar. Og blessaðir eruð þér, ef aekkert sundurlyndi er meðal yðar.

35 Og nú fer ég til föðurins, því að ayðar vegna er óhjákvæmilegt, að ég fari til föðurins.

36 Og svo bar við, að þegar Jesús hafði lokið þessum orðum, snerti hann með ahendi sinni blærisveinana, sem hann hafði útvalið, einn af öðrum, já, þar til hann hafði snert þá alla, og hann talaði til þeirra, um leið og hann snerti þá.

37 En mannfjöldinn heyrði ekki orðin, sem hann mælti. Þess vegna bar hann þeim ekki vitni. En lærisveinarnir báru því vitni, að hann veitti þeim avald til að veita bheilagan anda. Og ég mun sýna yður síðar, að sú frásögn er sönn.

38 Og svo bar við, að þegar Jesús hafði snert þá alla, dró aský á loft og yfirskyggði mannfjöldann, svo að hann gat ekki séð Jesú.

39 Og meðan skugginn grúfði yfir fólkinu, hvarf hann því og sté upp til himins. Og lærisveinarnir sáu og báru því vitni, að hann sté aftur upp til himins.