3 Nefí 24
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

24. Kapítuli

Sendiboði Drottins mun greiða veginn fyrir síðari komuna — Kristur mun dæma — Ísrael boðið að greiða tíund og fórnir — Minningabók rituð — Samanber Malakí 3. Um 34 e.Kr.

1 Og svo bar við, að hann bauð þeim að færa í letur þau orð, sem faðirinn hafði gefið Malakí, og hann skyldi flytja þeim. Og svo bar við, að þegar þau höfðu verið færð í letur, útskýrði hann þau. En þetta eru þau orð, sem hann mælti til þeirra, er hann sagði: Svo sagði faðirinn við Malakí — Sjá, ég sendi asendiboða minn, og hann mun greiða mér veginn. Og skyndilega mun sá Drottinn, sem þér leitið, koma til musteris síns, og engill sáttmálans, sá er þér þráið, sjá, hann kemur, segir Drottinn hersveitanna.

2 En hver fær aafborið þann dag, er hann kemur? Og hver fær staðist, þegar hann birtist? Því að hann er sem eldur bmálmbræðslumannsins og sem lútarsalt þvottamannanna.

3 Og hann mun sitja og hreinsa og skíra silfrið, og hann mun hreinsa asyni Levís og gjöra þá skíra sem gull og silfur, til þess að þeir megi bfæra Drottni fórn í réttlæti.

4 Og þá munu fórnir Júdamanna og Jerúsalembúa verða Drottni þóknanlegar eins og forðum daga, eins og á löngu liðnum árum.

5 En ég mun nálgast yður til að halda dóm, og ég mun skjótur til að vitna gegn seiðskröttum, hórkörlum og meinsærismönnum og gegn þeim, sem hafa af daglaunamönnum, ekkjum og amunaðarleysingjum og vísa ókunnum á bug, en óttast mig ekki, segir Drottinn hersveitanna.

6 Því að ég er Drottinn og breytist ekki, og þess vegna er yður, sonum Jakobs, ekki eytt.

7 Allt frá dögum feðra yðar hafið þér ahorfið frá helgiathöfnum mínum og ekki gætt þeirra. bSnúið yður til mín, þá mun ég snúa mér til yðar, segir Drottinn hersveitanna. En þér spyrjið: Hvernig eigum vér að snúa okkur?

8 Á maðurinn að pretta Guð? Þó hafið þér prettað mig. Þér spyrjið: Hvernig höfum vér prettað þig? Í atíund og bfórnum.

9 Mikil bölvun hvílir yfir yður, af því að þér hafið prettað mig, öll þjóðin.

10 Færið alla atíundina í forðabúrið, til þess að fæða sé til í húsi mínu, og reynið mig einu sinni á þennan hátt, segir Drottinn hersveitanna, hvort ég lýk ekki upp fyrir yður flóðgáttum himins og úthelli yfir yður slíkri bblessun, að þér fáið vart á móti tekið.

11 Og ég mun hasta á átvaglið fyrir yður, til þess að það tortími ekki fyrir yður gróðri jarðar. Ekki skulu heldur þrúgurnar falla af vínviðinum fyrir uppskerutímann, segir Drottinn hersveitanna.

12 Þá munu allar þjóðir telja yður blessaða, því að landið er dýrindisland, segir Drottinn hersveitanna.

13 Ummæli yðar um mig hafa verið hörð, segir Drottinn. Þó spyrjið þér: Hvað höfum við þá sagt gegn þér?

14 Þér hafið sagt: Það er til einskis að þjóna Guði, eða hvaða ávinning höfum vér af því, að vér varðveittum helgiathafnir hans og gengum í sorgarbúningi fyrir augliti Drottins hersveitanna?

15 Og nú köllum vér hina hrokafullu sæla. Já, þeim sem ranglæti fremja er hampað, já, þeir sem freista Guðs eru jafnvel látnir sleppa.

16 Þá aræddust þeir oft við, sem óttast Drottin, og Drottinn gaf gætur að því og heyrði, og frammi fyrir augliti hans var rituð bminningabók yfir þá, sem óttast Drottin og hafa nafn hans hugfast.

17 Og þeir skulu vera mín eign, segir Drottinn hersveitanna, á þeim degi, er ég asafna saman eðalsteinum mínum, og ég mun vægja þeim, eins og maður vægir syni sínum, sem þjónar honum.

18 Þá skuluð þér hverfa aftur og agreina á milli réttláts manns og rangláts, á milli þess, sem Guði þjónar og hins, sem ekki þjónar honum.