3 Nefí 30
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

30. Kapítuli

Þjóðum síðari daga er boðið að iðrast, koma til Krists og teljast með Ísraelsætt. Um 34–35 e.Kr.

1 Hlýðið á, ó þér Þjóðir, og gefið gaum að orðum Jesú Krists, sonar hins lifanda Guðs, sem hann hefur aboðið mér að mæla varðandi yður. Því að sjá. Hann býður mér að færa í letur svohljóðandi:

2 Allar þér aÞjóðir. Snúið frá yðar illu vegum, og biðrist illverka yðar, lyga og blekkinga, hórdóms yðar og leyndrar viðurstyggðar, hjáguðadýrkunar yðar og morða, prestaslægðar yðar og öfundar, eigingirni yðar og alls ranglætis og allrar viðurstyggðar yðar, og komið til mín og látið skírast í mínu nafni til að hljóta fyrirgefningu synda yðar og fyllast heilögum anda, til þess að þér megið cteljast með þjóð minni, sem er af Ísraelsætt.