3 Nefí 2
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

2. Kapítuli

Ranglæti og viðurstyggð eykst meðal fólksins — Nefítar og Lamanítar sameinast um varnir gegn Gadíantonræningjunum — Lamanítar, sem snúist hafa til trúar, verða ljósir og kallast Nefítar. Um 5–16 e.Kr.

1 Og svo bar við, að þannig leið nítugasta og fimmta árið einnig, og fólkið tók að gleyma þeim táknum og undrum, sem það hafði heyrt, og tákn og undur frá himni fóru að vekja stöðugt minni furðu þess, svo að hjörtu þess tóku að forherðast og hugir þess að blindast, og það tók að efast um allt, sem það hafði heyrt og séð —

2 Það taldi sér trú um í hjarta sínu, að þetta væri af mannavöldum og fyrir kraft djöfulsins til þess eins að leiða fólkið afvega og ablekkja það. Og þannig náði Satan að nýju þeim tökum á hjörtum fólksins, að hann blindaði augu þess og fékk það til að trúa því, að kenning Krists væri heimskuleg og einskis verð.

3 Og svo bar við, að ranglæti og viðurstyggð fólksins jókst, og það trúði ekki, að fleiri tákn og undur yrðu. Og Satan afór um og afvegaleiddi fólkið og freistaði þess og fékk það til að gjöra margt ranglátt í landinu.

4 Og þannig leið nítugasta og sjötta árið, einnig nítugasta og sjöunda árið, nítugasta og áttunda og nítugasta og níunda árið —

5 Og eitt hundruð ár voru liðin frá dögum aMósía, sem var konungur Nefítaþjóðarinnar.

6 Og sex hundruð og níu ár voru liðin síðan Lehí yfirgaf Jerúsalem.

7 Og níu ár voru liðin, frá því að táknin voru gefin um komu Krists í heiminn, en um hana höfðu spámennirnir talað.

8 Nú tóku Nefítar að reikna tímatal sitt frá þeim tíma, er táknin voru gefin, eða frá komu Krists. Þess vegna voru nú níu ár liðin.

9 Og Nefí, sem var faðir Nefís, sem hafði umsjón með heimildunum, sneri aekki aftur til Sarahemlalands og fannst hvergi í öllu landinu.

10 Og svo bar við, að þjóðin hélt enn fast við ranglæti sitt þrátt fyrir miklar prédikanir og mikla spádóma meðal hennar. Og þannig leið tíunda árið einnig, og ellefta árið leið einnig í misgjörðum.

11 Og svo bar við, að á þrettánda ári hófust styrjaldir og deilur um gjörvallt landið, því að Gadíantonræningjarnir voru orðnir svo fjölmennir, drápu svo marga, lögðu svo margar borgir í eyði og ollu svo miklum dauða og blóðsúthellingum um allt landið, að óhjákvæmilegt varð bæði fyrir Nefíta og Lamaníta að grípa til vopna gegn þeim.

12 Þess vegna sameinuðust allir Lamanítar, sem snúist höfðu til trúar á Drottin, bræðrum sínum Nefítum, og til öryggis lífi sínu, konum sínum og börnum neyddust þeir til að grípa til vopna gegn þessum Gadíantonræningjum, já, og einnig til að vernda trúarsiði sína, réttindi kirkju sinnar og guðsþjónustu, alýðfrelsi sitt og bsjálfstæði.

13 Og svo bar við, að áður en þrettánda árið var liðið, ógnaði algjör tortíming Nefítum, vegna þessarar styrjaldar, sem orðin var mjög hörð.

14 Og svo bar við, að þeir Lamanítar, sem sameinast höfðu Nefítum, töldust með Nefítum —

15 Og abölvun þeirra var tekin burt, og hörund þeirra varð bljóst eins og hörund Nefíta —

16 Og piltar þeirra og stúlkur urðu ákaflega fríð, og þau töldust til Nefíta og nefndust Nefítar. Og þannig lauk þrettánda árinu.

17 Og svo bar við, að í byrjun fjórtánda árs hélt styrjöldin áfram milli ræningjanna og Nefíþjóðarinnar og varð afar hörð. Þó veitti Nefíþjóðinni nokkru betur en ræningjunum, svo að henni tókst að reka þá úr löndum sínum og upp til fjallanna til felustaða þeirra.

18 Og þannig lauk fjórtánda árinu. Og á fimmtánda árinu réðust þeir enn gegn Nefíþjóðinni, og vegna ranglætis Nefíþjóðarinnar og mikilla deilna og sundurlyndis veitti Gadíantonræningjunum mun betur.

19 Og þannig lauk fimmtánda árinu, og þjóðin leið miklar þrengingar. En asverð tortímingar vofði yfir henni, svo að hún riðaði til falls, og það vegna misgjörða sinna.