3 Nefí 25
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

25. Kapítuli

Við síðari komuna munu hrokafullir og ranglátir brenna sem hálmleggir — Elía mun snúa aftur fyrir hinn mikla og ógurlega dag — Samanber Malakí 4. Um 34 e.Kr.

1 Því að sjá. Sá dagur kemur, sem mun aglóa sem ofn. Og allir bhrokafullir og allir þeir, er ranglæti fremja, munu þá vera sem hálmleggir, og dagurinn, sem upp rennur, mun brenna þá til agna, segir Drottinn hersveitanna, svo að hvorki verði eftir af þeim rót né kvistur.

2 En yfir yður, sem óttist nafn mitt, mun asonur réttlætisins rísa, með lækningarmátt undir vængjum sínum og þér munuð koma og bvaxa upp eins og ckálfar á bás.

3 Og þér munuð atroða undir hina ranglátu, því að þeir munu verða aska undir iljum yðar á þeim degi, er ég hefst handa, segir Drottinn hersveitanna.

4 Munið eftir lögmáli Móse þjóns míns, en ég fól honum það á aHóreb, lögmál fyrir allan Ísrael með reglum og ákvæðum.

5 Sjá. Ég mun senda yður aElía spámann, áður en hinn mikli og ógurlegi bdagur Drottins kemur —

6 Og hann mun asnúa hjörtum feðranna til barnanna og hjörtum barnanna til feðra sinna, svo að ég komi ekki og ljósti jörðina banni.