3 Nefí 10
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

10. Kapítuli

Þögn er yfir landinu í margar stundir — Rödd Krists lofar því að safna fólki hans saman eins og hæna safnar ungum sínum — Réttlátari hluti fólksins hefur varðveist. Um 34 e.Kr.

1 Og sjá. Nú bar svo við, að allir íbúar landsins heyrðu þessi orð og urðu vitni að þeim. En að þeim mæltum grúfði þögn yfir landinu í margar stundir —

2 Því að svo mikil var undrun fólksins, að harmakveinum þess og gráti yfir missi látinna ættingja sinna linnti. Þess vegna grúfði þögn yfir öllu landinu í margar stundir.

3 Og svo bar við, að enn barst rödd til fólksins, og allir heyrðu og urðu vitni að því, að hún sagði:

4 Ó, þér íbúar þessara amiklu borga, sem fallið hafið, þér, sem eruð afkomendur Jakobs, já, sem eruð af Ísraelsætt! Hversu oft hef ég safnað yður saman, eins og hæna safnar ungum sínum undir vængi sína, og bnært yður.

5 Og enn fremur, ahversu oft hefði ég viljað safna yður saman, eins og hæna safnar ungum sínum undir vængi sína, já, yður af Ísraelsætt, sem fallið hafið, já, ó, yður, Ísraelsætt, yður, sem dveljið í Jerúsalem, og yður, sem fallið hafið. Já, hversu oft hefði ég viljað safna yður saman, eins og hæna safnar saman ungum sínum, en þér vilduð það ekki.

6 Ó, þér Ísraelsætt, sem ég hef ahlíft! Hversu oft mun ég safna yður saman, eins og hæna safnar ungum sínum undir vængi sína, ef þér viljið iðrast og bsnúa til mín af einlægu chjarta.

7 En ef ekki, ó Ísraelsætt, þá skulu dvalarstaðir yðar verða auðir fram að þeim tíma, er asáttmálinn við feður yðar er uppfylltur.

8 Og nú bar svo við, að þegar fólkið hafði heyrt þessi orð, sjá, þá tók það að gráta og kveina aftur yfir missi ættingja sinna og vina.

9 Og svo bar við, að þannig liðu þessir þrír dagar. Og það var morgunn, og amyrkrinu létti af landinu, og jörðin hætti að skjálfa, og björgin hættu að klofna, og hinum hræðilegu stunum linnti, og hin ógnarlega háreysti hljóðnaði.

10 Og umbrotum linnti, og jörðin varð aftur föst undir fæti, og þeir, sem eftir lifðu, létu af sorg sinni, gráti og kveinstöfum. Og sorgin snerist í gleði og harmakvein þeirra í lof og þakkargjörð til Drottins Jesú Krists, lausnara þeirra.

11 Og fram að því höfðu ritningarnar auppfyllst, sem spámennirnir höfðu fyrir mælt.

12 Og hinir aréttlátari meðal fólksins voru hólpnir, en það voru þeir, sem tekið höfðu á móti spámönnunum, en ekki grýtt þá. Og þeim var hlíft, sem ekki höfðu úthellt blóði hinna heilögu —

13 Þeim var hlíft, en hvorki sökkt niður né þeir grafnir í jörðu. Þeim var hvorki drekkt í djúpi sjávar, brenndir í eldi né heldur féll neitt yfir þá og kramdi þá til dauða. Og þeir bárust ekki burt með hvirfilvindinum, né létu þeir bugast af reykjarmekki og myrkri.

14 En hver, sem þetta les, hann skilji, og sá, sem hefur ritningarnar, hann akanni þær og sjái og komist að raun um, hvort öll þessi dauðsföll og tortíming af eldi og reyk og af fellibyljum og hvirfilvindum og af því að jörðin bopnaðist og gleypti þá, sé ekki til uppfyllingar spádómum margra hinna heilögu spámanna.

15 Sjá, ég segi yður. Já, margir hafa vitnað um þessa hluti við komu Krists, en voru alíflátnir, vegna þess að þeir vitnuðu um það.

16 Já, spámaðurinn aSenos vitnaði um þetta, og einnig talaði Senokk um það, þar eð þeir vitnuðu sérstaklega um okkur, sem erum leifar af niðjum þeirra.

17 Sjá, faðir okkar Jakob vitnaði einnig um aleifarnar af niðjum Jósefs. Og sjá. Erum við ekki leifar af niðjum Jósefs? Og er ekki það, sem vitnað er um okkur, skráð á látúnstöflurnar, sem faðir okkar Lehí kom með frá Jerúsalem?

18 Og svo bar við í lok þrítugasta og fjórða ársins, að — sjá, ég mun sýna yður, að þeim Nefítum, sem hlíft hafði verið, og einnig þeim, sem Lamanítar nefndust og hafði verið hlíft — þá var þeim auðsýnd mikil náð og þeir nutu mikilla blessana að því leyti, að fljótlega, eftir að Kristur asté upp til himins, opinberaði hann sig þeim sannlega —

19 aSýndi þeim líkama sinn og þjónaði þeim, en frásögnin af helgri þjónustu hans mun gefin hér á eftir. Ég lýk því máli mínu að þessu sinni.