Aðalráðstefna
Ljós fagnaðarerindis sannleika og elsku
Aðalráðstefna apríl 2021


Ljós fagnaðarerindis sannleika og elsku

Ég ber þess vitni að ljós fagnaðarerindis sannleika og elsku skín bjart um alla jörðu í dag.

Hinn fallegi sálmur Síðari daga heilagra „Heyrið og nemið himnanna óð!“ dregur auðheyrilega fram ákafa og gleði fyllingu þess að fagnaðarerindið sé að fara um allan heim. Í þessum sálmi syngjum við:

Heyrið og nemið himnanna óð!

helgaðan fögnuð sérhverri þjóð!

Englar Guðs syngja söngrófin hlý

sannleikann hefja’ á ný!1

Louis D. Mönch, höfundur þessa fagnandi texta, var þýskur trúskiptingur sem skrifaði þessi innblásnu orð fyrir sálminn er hann bjó í Sviss á fastatrúboði í Evrópu.2 Gleðin sem að brýst fram við að verða vitni að heimsáhrifum fagnaðarerindisins er skýr í eftirfarandi orðum sálmsins:

Grátið í myrkrum mannkyn sem lá

mænandi augum dögun að sjá,

fagnar, því nóttin liðin er löng,

lyftir upp sannleiks söng!3

Þökk sé upphafi áframhaldandi endurreisnar sem hófst fyrir rúmlega 200 árum, að nú skín „[helg] boðun ljós og kærleiks“4 bjart um alla jörðu. Spámaðurinn Joseph lærði árið 1820, og milljónir síðan, að Guð „gefur öllum mönnum örlátlega og átölulaust.“5

Stuttu eftir stofnun kirkjunnar á þessari síðustu ráðstöfun, talaði Drottinn við Joseph Smith og staðfesti mikla elsku sína til okkar er hann sagði:

„Þess vegna kallaði ég, Drottinn, sem þekki þær hörmungar er koma munu yfir íbúa jarðar, þjón minn Joseph Smith yngri og talaði til hans frá himni og gaf honum fyrirmæli– …

Að ævarandi sáttmála mínum verði á komið–

Að hinir veiku og einföldu fái boðað fyllingu fagnaðarerindisins til endimarka heims, og frammi fyrir konungum og stjórnendum.“6

Fljótlega eftir meðtöku þessarar opinberunar, hófst köllun á trúboðum og voru þeir sendir til margra landa í heiminum. Eins og spámaðurinn Nefí átti von á, hófst kennsla á hinu endurreista fagnaðarerindi „meðal allra þjóða, kynkvísla, tungna og lýða.“7

„Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu var formlega skipulögð í litlum timburkofa í uppsveitum New York, árið 1830.

 Það tók kirkjuna 117 ár – til ársins 1947 – að vaxa frá hinum upprunalegu 6 meðlimum í eina milljón meðlima. Trúboðar hafa verið hluti af kirkjunni frá fyrstu dögum hennar og hafa dreifst út allt frá byggðum Ameríku, til Kanada árið 1837 og haldið handan Norður-Ameríku allt til Englands. Ekki löngu síðar störfuðu trúboðar á meginlandi Evrópu og fóru allt til Indlands og Kyrrahafseyja.

Tveggja milljóna meðlima markinu var náð 16 árum síðar, árið 1963, og þriggja milljóna markinu átta árum þar á eftir.“8

Russell M. Nelson forseti sagði nýlega, er hann lagði áherslu á öran vöxtur kirkjunnar: „Í dag færist verk Drottins í Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu áfram á auknum hraða. Kirkjan mun eiga sér fordæmislausa, óviðjafnanlega framtíð.“9

Endurreisn fyllingar fagnaðarerindis Jesú Krists, stofnun hinnar lifandi kirkju Drottins á jörðunni á ný og hinn merkilegi vöxtur hennar frá því, hafa gert blessanir prestdæmisins mögulegar um alla jörð. Helgiathafnir og sáttmálar sem binda okkur Guði og setja okkur á sáttmálsveginn sýna greinilega „[kraft] guðleikans.“10 Þegar við tökum þátt í þessum helgiathöfnum fyrir hina lifandi og látnu, söfnum við Ísrael saman beggja vegna hulunnar og búum jörðina undir Síðari komu frelsarans.

Í apríl 1973 ferðaðist ég með foreldrum mínum frá heimalandi okkar Argentínu, til að innsiglast í musterinu. Þar sem það voru engin musteri í Suður–Ameríku á þeim tíma, flugum við um 9.700 km hvora leið til að vera innsigluð í musterinu í Salt Lake City. Þó að ég hafi bara verið tveggja ára gamall og geti ekki munað alla þessa sérstöku reynslu, þá festust þrjár afar ólíkar myndir í huga mínum og eru þar enn.

Ljósmynd
Útsýni úr flugvélaglugga

Fyrst man ég eftir að hafa verið settur nálægt flugvélaglugganum og horft á hvít skýin fyrir neðan.

Þessi fallegu, björtu ský eru í minni mínu eins og risastórir bómullarhnoðrar.

Önnur mynd sem er enn í minni mínu er af nokkrum fyndnum fígúrum í skemmtigarði í Los Angeles. Það er erfitt að gleyma þessum fígúrum.

Það sem er talsvert mikilvægara er þessi skýra ógleymanlega mynd.

Ljósmynd
Innsiglunarherbergi í musterinu í Salt Lake

Ég man greinilega eftir að vera í helgu herbergi í Salt Lake-musterinu þar sem innsiglanir hjóna og fjölskyldna fara fram um tíma og eilífð. Ég man eftir þessu fallega altari musterisins og man eftir björtu sólskini sem skein í gegnum glugga herbergisins. Ég fann þá og hef fundið æ síðan, hlýju, öryggi og huggun ljóss fagnaðarerindis sannleika og elsku.

Svipaðar tilfinningar staðfestust í hjarta mér tuttugu árum síðar þegar ég fór í musterið til að innsiglast enn á ný – í þetta sinn þegar unnusta mín og ég innsigluðumst um tíma og alla eilífð. Hinsvegar þurftum við ekki þá að ferðast þúsundir km, því að búið var að byggja musterið í Buenos Aires og þangað var stutt ökuferð frá heimili okkar.

Ljósmynd
Walker fjölskyldan

Tuttugu og tveimur árum eftir brúðkaup okkar og innsiglun, vorum við blessuð að fara aftur í sama musteri, í þetta sinn með yndislegri dóttur okkar og vorum við þá innsigluð sem fjölskylda um tíma og eilífð.

Hugleiðandi þessar helgu stundir í lífi mínu, hef ég upplifað djúpa, varanlega gleði. Ég hef skynjað og held áfram að finna elsku kærleiksríks föður á himnum, sem þekkir einstaklingsþarfir okkar og einlæga þrá.

Drottinn Jehóva sagði um samansöfnun Ísraels á síðustu dögunum: „Ég legg lögmál mitt þeim í brjóst og rita það á hjörtu þeirra, og ég skal vera þeirra Guð og þeir skulu vera mín þjóð“11 Ég er eilíflega þakklátur fyrir að frá unga aldri mínum hefur lögmál Drottins fest djúpar rætur í hjarta mér í gegnum helgiathafnir í heilögu húsi hans. Það er grundvallaratriði að vita að hann er Guð okkar, að við erum hans fólk og hverjar sem aðstæður okkar eru getum við fundið að „elskandi armar hans umlykja [okkur] að eilífu“12 ef við eru trúföst og hlýðum þeim sáttmálum sem við höfum gert.

Á kvennafundinum á aðalráðstefnu í október 2019 sagði Nelson forseti: „Öll okkar viðleitni til að þjóna hvert öðru, boða fagnaðarerindið, fullkomna hina heilögu og endurleysa hina dánu, hefur allt musterið að miðpunkti.“13

Á sömu ráðstefnu kenndi Nelson forseti: „Hið helga musteri er auðvitað kóróna endurreisnarinnar. Helgiathafnir og sáttmálar þess eru nauðsynleg til að búa hina fúsu undir að taka á móti frelsaranum við síðari komu hans.”14

Áframhaldandi endurreisn auðkennist af byggingu og vígslu mustera á síauknum hraða. Þegar við söfnumst saman beggja vegna hulunnar, þegar við færum fórnir til að þjóna og gerum musterið að þungamiðju lífs okkar, er Drottinn raunverulega að uppbyggja okkur – sáttmálslýð hans.

Ó hve ljómar dýrð af himnum hátt

helga boðun ljós og kærleiks mátt!

Glóbjört sem sólin Guðs loga bönd

geisla um jarðarlönd.15

Ég ber þess vitni að ljós fagnaðarerindis sannleika og elsku skín bjart um alla jörðu í dag. Hinir „[undarlegu og undursamlegu] hlutir sem Jesaja spáði fyrir um16 og Nefí varð vitni að17 eru að gerast á auknum hraða, jafnvel á þessum erfiðu tímum. Eins og Joseph Smith spáði fyrir um: „Merki sannleikans hefur verið reist, engin vanheilög hönd fær stöðvað framgang verksins, … þar til að tilgangi Guðs er náð og hinn mikli Jehóva segir að verkinu sé lokið.“18

Bræður og systur, megum við vera fús og ákveða í dag að við og fjölskyldur okkar hlýðum á rödd himins, jafnvel rödd frelsara okkar. Megum við gera og halda sáttmála við Guð, sem munu tryggilega setja okkur á veginn sem leiðir aftur til návistar hans og megum við gleðjast í blessunum hins dýrðlega ljóss og sannleika fagnaðarerindis hans. Í nafni Jesú Krists, amen.