Aðalráðstefna
Upphafsboðskapur
Aðalráðstefna apríl 2021


Upphafsboðskapur

Verið velkomin á aðalráðstefnu og njótið þeirra forréttinda að hlýða á rödd Drottins.

Kæru bræður og systur og vinir hvaðanæva að úr heimi, ég býð ykkur persónulega velkomin á þessa aðalráðstefnu. Við komum saman sem heimslæg fjölskylda til að tilbiðja Drottin okkar og frelsara, Jesú Krist. Takk fyrir að vera með okkur.

Síðasta ár er verðugt fyrir heimsmetabók. Án efa höfum við lært ýmislegt sem við ekki vissum áður. Sumar lexíur sem ég þekkti áður, hafa verið ritaðar á hjarta mitt á nýjan og leiðbeinandi hátt.

Til að mynda, veit ég fyrir víst að Drottinn stjórnar málefnum kirkju sinnar. Hann sagði: „Ég mun sýna [ykkur], að ég er fær um að leysa verk mitt af hendi.“1

Með tárvot augu höfum ég og ráðgjafar mínir oft horft á er hann greip inn í ákaflega erfiðar kringumstæður, eftir að við höfðum gert okkar besta og gátum ekki meira. Sannlega vekur þetta furðu okkar.

Ég skil einnig betur núna hvað hann meinti er hann sagði: „Sjá, ég mun hraða verki mínu þegar að því kemur.“2 Aftur og aftur hef ég fagnað er hann hefur leitt og hraðað verki sínu – jafnvel meðan á heimsfaraldri stendur.

Kæru bræður og systur, styrkur kirkjunnar býr í framtaki og æ vaxandi vitnisburði meðlima hennar. Vitnisburðum er best viðhaldið á heimilinu. Á síðastliðnu ári hafa mörg ykkar stóraukið nám á fagnaðarerindinu á heimilum ykkar. Ég þakka ykkur fyrir, börn ykkar þakka ykkur fyrir.

Hinu mikla verki, að endurnýja Salt Lake musterið, miðar áfram. Frá skrifstofu minni hef ég fyrirtaks útsýni til að sjá verkinu á Musteristorginu miða áfram.

Ljósmynd
Byggingarframkvæmdir á torgi musterisins

Er ég hef horft á verkmenn grafa upp gamlar trjárætur, vatnsleiðslur, víra og lekan gosbrunn, hef ég íhugað þá þörf sérhvers okkar að fjarlægja gamaln óþarfa úr lífi okkar, með liðsinni frelsarans.

Fagnaðarerindi Jesú Krists er fagnaðarerindi iðrunar.3 Vegna friðþægingar frelsarans, býður fagnaðarerindi hans okkur að halda áfram að breytast, vaxa og verða hreinni. Það er fagnaðarerindi vonar, lækningar og framfara. Þannig er fagnaðarerindið boðskapur gleði! Andar okkar fagna yfir hverju litlu skrefi sem við tökum fram á við.

Hluti samansöfnunar Síonar, sérlega mikilvægur hluti, er boðið um að við, sem fólk, séum verðug og fús til að búa heiminn undir síðari komu Drottins.

Þegar við hlýðum á boðskap, sem leiðtogar okkar hafa vandlega undirbúið með leiðsögn heilags anda, býð ég ykkur að biðjast fyrir til að fá greint óþarfan sem þið ættuð að fjarlægja úr lífi ykkar, svo að þið getið orðið verðugri.

Ég ann ykkur, kæru bræður og systur, og vitna um að himneskur faðir og ástkær sonur hans þekkja og elska ykkur hvert fyrir sig. Þeir eru fúsir til að veita ykkur lið í hverju skrefi sem þið takið fram á við. Verið velkomin á aðalráðstefnu og njótið þeirra forréttinda að hlýða á rödd Drottins. Í nafni Jesú Krists, amen.