Aðalráðstefna
Við tölum um Krist
Aðalráðstefna október 2020


Við tölum um Krist

Eftir því sem heimurinn talar minna um Jesú Krist, skulum við tala meira um hann.

Ég tjái ykkur elsku mína, kæru vinir og samtrúaðir. Ég dáist að trú ykkar og hugrekki á umliðnum mánuðum, er þessi heimsfaraldur hefur sett líf okkar úr skorðum og tekið frá okkur dýrmæta ástvini og vini.

Á þessum óvissutíma, hef ég fyllst einkar miklu þakklæti fyrir örugga vissu mína um að Jesús er Kristur. Hefur ykkur liðið þannig? Það eru erfiðleikar sem hvíla þungt á hverju okkar, en ætíð frammi fyrir okkur er sá sem auðmjúkur sagði: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið.“1 Þótt við tökumst á við félagslega fjarlægð um hríð, þá þurfum við aldrei að takast á við andlega fjarlægð frá honum, sem ástúðlega býður útréttum örmum: „Komið til mín.“2

Jesús Kristur lýsir þó veginn, líkt og leiðarstjarna á heiðskýrum dimmum himni. Hann kom til jarðar í fábrotna jötu. Hann lifði fullkomnu lífi. Hann læknaði sjúka og reisti upp dauða. Hann var vinur hinum gleymdu. Hann kenndi okkur að gera gott, hlýða og elska hvert annað. Hann dó á krossinum, reis upp dýrðlegur þremur dögum síðar og gerði okkur og ástvinum okkar mögulegt að lifa handan grafar. Af sinni óviðjafnanlegu miskunn og náð, tók hann á sig syndir okkar og þjáningar, sá okkur fyrir fyrirgefningu er við iðrumst og friði í stormum lífsins. Við elskum hann. Við tilbiðjum hann. Við fylgjum honum. Hann er akkeri sálar okkar.

Athyglisvert er að á meðan þessi andlega sannfæring eykst innra með okkur, þá eru sumir í heiminum sem þekkja mjög lítið til Jesú Krists og, í sumum heimshlutum þar sem nafn hans hefur verið boðað í aldaraðir, er trú á Jesú Krist á undanhaldi. Hinir hugdjörfu heilögu í Evrópu hafa séð að dregið hefur úr trú í löndum þeirra í gegnum áratugina.3 Dapurlegt er að trú hér í Bandaríkjunum er líka á undanhaldi. Nýleg könnun sýnir að á síðustu 10 árum hefur 30 milljón manns í Bandaríkjunum horfið frá því að trúa á guðleika Jesú Krists.4 Svo litið sé til framtíðar, þá er því fyrirspáð í annarri könnun að á ókomnum áratugum munu helmingi fleiri segja skilið við kristindóminn en þeir sem taka á móti honum.5

Við virðum auðvitað rétt sérhvers til að velja, en himneskur faðir sagði: „Þetta er minn elskaði sonur. Hlýð þú á hann.“6 Ég ber vitni um að sá dagur mun koma er hvert kné mun beygir sig og hver tungu viðurkenna að Jesús er Kristur.7

Hvernig eigum við að bregðast við breyttum heimi? Þótt sumir vanræki trú sína, þá eru aðrir sem leita sannleikans. Við höfum tekið á okkur sjálf nafn frelsarans. Hvað meira ber okkur að gera?

Undirbúningur Russells M. Nelson forseta

Hluti af svari okkar gæti falist í því hvernig Drottinn kenndi Russell M. Nelson forseta mánuðina áður en hann var kallaður sem forseti kirkjunnar. Nelson forseti talaði einu ári áður en hann var kallaður og bauð okkur að ígrunda betur þær 2.200 tilvísanir um nafn Jesú Krists í Leiðarvísi að ritningunum.8

Ljósmynd
Nelson forseti lærir í ritningunum

Þremur mánuðum síðar, á aðalráðstefnu í apríl, ræddi hann hversu mikil áhrif þessi ítarlegi lærdómur á Jesú Kristi hafði á hann, þótt hann hefði verið dyggðugur lærisveinn í áratugi. Systir Wendy Nelson, spurði hann um áhrif þess. Hann svaraði: „Ég er nýr maður!“ Var hann nýr maður? Nýr maður 92 ára gamall? Nelson forseti útskýrði:

„Þegar við gefum okkur tíma til að læra um frelsarann og friðþægingarfórn hans, munum við komast nær … honum. …

… Frelsarinnn og fagnaðarerindi hans mun þá gegnsýra sál okkar.“9

Frelsarinn sagði: „Beinið öllum hugsunum yðar til mín.“10

Í heimi atvinnu, áhyggja og verðugra viðfangsefna, beinum við hjarta okkar og huga að honum, sem er von okkar og hjálpræði.

Ef slíkur endurnýjaður lærdómur um frelsarann varð til að undirbúa Nelson forseta, gæti hann þá ekki undirbúið okkur líka?

Ljósmynd
Russell M. Nelson forseti

Nelson forseti lagið áherslu á nafn kirkjunnar og kenndi: „Ef við … ætlum að hafa aðgang að mætti friðþægingar Jesú Krists – til að hreinsa og græða okkur, til að styrkja og efla okkur og upphefja okkur að lokum – verðum við að viðurkenna hann algjörlega sem uppsprettu þessa máttar.“11 Hann kenndi að stöðug notkun hins rétta nafns kirkjunnar, nokkuð sem gæti virst léttvægt, væri alls ekki léttvægt og myndi setja mark á framtíðina.

Loforð fyrir undirbúning ykkar

Ég lofa að þegar við undirbúum okkur, eins og Nelson forseti gerði, verðum við líka öðruvísi, hugsum meira um frelsarann og tölum oftar um hann og af meira öryggi. Þegar við kynnumst honum og elskum hann jafnvel meira, mun það auka orðflæði okkar, eins og það gerir þegar við erum að tala um eitt barna okkar eða kæran vin. Þeir sem hlusta á okkur munu síður vilja þræta eða vísa okkur á bug og fremur vilja læra af okkur.

Ég og þið erum að tala um Jesú Krist, en kannski gætum við gert aðeins betur. Ef heimurinn einsetur sér að tala minna um hann, hver mun þá tala meira um hann? Við munum gera það! Ásamt öðrum dyggum kristnum?

Tala um Krist á heimilum okkar

Er mynd af frelsaranum á heimilum okkar? Ræðum við oft við börn okkar um dæmisögur Jesú? „Sögurnar um Jesú [eru] eins og andblær sem glæðir trúna í hjörtum barna okkar.“12 Þegar börn ykkar spyrja ykkur spurninga, íhugið þá meðvitað að kenna það sem frelsarinn kenndi. Ef barn ykkar spyrði til að mynda: „Pabbi, afhverju biðjum við?“ Þið gætuð þá svarað: „Það er góð spurning. Manstu þegar Jesús baðst fyrir? Við skulum ræða afhverju og hvernig hann baðst fyrir?

„[Við] tölum um Krist, [við] fögnum í Kristi, … svo að börn [okkar] viti, til hvaða uppsprettu þau mega leita til fyrirgefningar synda sinna.“13

Tala um Krist í kirkju

Í þessu sama ritningarversi segir líka að við „prédikum um Krist.“14 Á tilbeiðslusamkomum okkar skulum við einblína á frelsarann Jesú Krist og gjöf friðþægingarfórnar hans. Það merkir ekki að við getum ekki sagt frá eigin lífsreynslu eða miðlað hugsunum annarra. Þótt efni okkar gæti verið um fjölskyldur, þjónustu, musteri eða nýaflokið trúboð, þá ætti allt í tilbeiðslu okkar að beinast að Drottni Jesú Kristi.

Fyrir þrjátíu árum talaði Dallin H. Oaks forseti um bréf sem honum hafði borist „frá manni sem sagðist hafa sótt [sakramentissamkomu] og hlustað á sautján vitnisburði án þess að heyra minnst á frelsarann.“15 Oaks forseti tók þá fram: „Kannski er þetta ýkt lýsing [en] ég vitna í hana vegna þess að hún er okkur öllum til áminningar.“16 Hann bauð okkur síðan að tala meira um Jesú Krist í ræðum okkar og námsbekkjum. Ég hef veitt athygli að við erum að einblína stöðugt meira á Krist á kirkjusamkomum okkar. Höldum meðvituð áfram í þessari afar jákvæðu viðleitni.

Tala um Krist við aðra

Verum opnari og fúsari til að tala um Krist við þá sem umhverfis eru. Nelson forseti sagði: „Sannir lærisveinar Jesú Krists eru fúsir til að standa upp úr, tjá sig og vera öðru vísi en veraldlegt fólk.“17

Stundum álítum við að samræður við einhvern krefjist þess að hann komi í kirkju eða hitti trúboðana. Látum Drottinn leiða slíka eins og þeir eru fúsir til, á meðan við hugsum meira um þá ábyrgð okkar að vera rödd fyrir hann, íhugul og opin varðandi trú okkar. Öldungur Dieter F. Uchtdorf hefur kennt, að þegar einhver spyr um helgina okkar, ættum við að vera fús til að svara gleðlega að við nutum þess að hlusta á börn Barnafélagsins syngja: „Mér langar að líkjast Jesú.“18 Við skulum vitna um trú okkar á Krist af ljúfmennsku. Ef einhver talar um vandamál sem hann eða hún glímir við í eigin lífi, gætum við sagt: „Jón, María, þú veist að ég trúi á Jesú Krist. Ég hef verið að hugsa um nokkuð sem hann sagði sem gæti hjálpað þér.“

Verið opnari á samfélagsmiðlum við að ræða um traust ykkar á Kristi. Flestir munu virða trú okkar, en sé einhver fullur fyrirlitningar þegar þið talið um frelsarann, hughreystið ykkur þá við þetta loforð hans: „Sælir eruð þér, þá er menn smána yður … mín vegna. … því að laun yðar eru mikil á himnum.“19 Það er okkur mikilvægara að vera fylgjendur hans, en að njóta dálætis fylgjenda okkar sjálfra. Pétur leiðbeindi: „Verið ætíð reiðubúnir að svara … fyrir [vonina], sem í yður er.“20 Við skulum tala um Krist.

Mormónsbók er áhrifamikið vitni um Jesú Krist. Næstum hver síða vitnar um frelsarann og guðlegt hlutverk hans.21 Skilningur á friðþægingu hans og náð fyllir síður hennar. Mormónsbók er félagi Nýja testamentisins og hjálpar okkur að skilja afhverju frelsarinn kom okkur til bjargar og hvernig við getum komið til hans af meiri einlægni.

Sumt kristið samferðafólk okkar er stundum óvisst um trú okkar og ásetning. Við skulum fagna einlæglega með því í sameiginlegri trú okkar á Jesú Krist og Nýja testamentið sem við öll elskum. Á komandi tíma, munu þeir sem trúa á Jesú Krist þurfa vináttu og stuðning hvers annars.22

Ljósmynd
Ljós heimsins

Eftir því sem heimurinn talar minna um Jesú Krist, skulum við tala meira um hann. Eftir því sem hið rétta auðkenni okkar sem lærisveina hans kemur í ljós, verða margir fúsir til að hlusta. Þegar við miðlum því ljósi sem við höfum meðtekið frá honum, mun hans óviðjafnanlegi, frelsandi máttur skína á þá sem fúslega ljúka upp hjörtum sínum. Jesús sagði: „Ég er ljós í heiminn komið.“23

Auka þrá okkar til að tala um Krist

Ekkert vekur þrá mína til að tala um Krist jafn mikið og að myndgera endurkomu hans. Þótt við vitum ekki hvenær hann kemur, þá verður aðdragandinn að komu hans hrífandi! Hann mun koma í skýjum himins, í veldi og dýrð, ásamt öllum sínum heilögu englum. Ekki einungis fáeinum englum, heldur öllum sínum heilögu englum. Það eru ekki hinir kirsuberjarauðu kerúbar sem Raphael málaði og við sjáum öll á Valentínusarkortunum okkar. Þetta eru englar aldanna, englar sem sendir eru til að loka munni ljóna,24 opna dyr fangelsa,25 kunngjöra langþráða fæðingu hans,26 hughreysta hann í Getsemane,27 fullvissa lærisveina hans við uppstigningu hans28 og hefja hina dýrðlegu endurreisn fagnaðarerindisins.29

Ljósmynd
Síðari koman

Getið þið ímyndað ykkur að verða hrifin upp til móts við hann, hvort heldur við erum hérna megin eða hinumegin hulunnar?30 Það er loforð hans til hinna réttlátu. Sú dásamlega upplifun mun eilíflega setja mark á sál okkar.

Hve þakklát við erum fyrir okkar ástkæra spámann, Russell M. Nelson forseta, sem hefur dýpkað þrá okkar til að elska frelsarann og kunngjöra guðleika hans. Ég er sjónarvottur þess að hönd Drottins er yfir honum og að gjöf opinberunar leiðbeinir honum. Nelson forseti, við væntum óðfús leiðsagnar þinnar.

Kæru vinir um heim allan, við skulum tala um Krist og vænta hins dýrðlega loforðs frelsarans: „Hvern þann sem kannast við mig fyrir mönnum, mun og ég við kannast fyrir föður mínum á himnum.“31 Ég ber vitni um að hann er sonur Guðs. Í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. Jóhannes 14:6.

  2. Matteus 11:28.

  3. Sjá Niztan Peri-Rotem, „Religion and Fertility in Western Europe: Trends across Cohorts in Britain, France and the Netherlands,“ European Journal of Population, maí 2016, 231–65; ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4875064.

  4. „[Sextíu og fimm prósent] fullorðinna Bandaríkjamanna lýsa sjálfum sér sem kristnum, þegar þeir eru spurðir um trúarbrögð, sem hefur lækkað um 12 prósentustig síðastliðinn áratug. Á sama tíma er sá íbúafjöldi sem er ótengdur trúarbrögðum, fólk sem segist vera trúleysingjar, efasemdamenn eða ‚trúa á ekkert sérstaklega,‘ nú 26% en var 17% árið 2009“ (Pew Research Center, In U.S., Decline of Christianity Continues at Rapid Pace,“ 17. október 2019, pewforum.org).

  5. Sjá Pew Research Center, „The Future of World Religions: Population Growth Projections, 2010–2050,“ 2. apríl 2015, pewforum.org.

  6. Markús 9:7; Lukas 9:35; sjá einnig Matteus 3:17; Joseph Smith – Saga 1:17.

  7. Sjá Filippíbréfið 2:9–11.

  8. Russell M. Nelson, „Prophets, Leadership, and Divine Law“ (heimslæg trúarsamkoma fyrir ungt fólk, 8. jan. 2017), broadcasts.ChurchofJesusChrist.org.

  9. Russell M. Nelson, „Að færa kraft Jesú Krists inn í líf okkar,“ aðalráðstefna, apríl 2017.

  10. Kenning og sáttmálar 6:36.

  11. Russell M. Nelson, „Hið rétta nafn kirkjunnar,“ aðalráðstefna október 2018.

  12. Neil L. Andersen, „Segðu mér sögur um Jesú,“ aðalráðstefna, apríl 2010.

  13. 2. Nefí 25:26.

  14. 2. Nefí 25:26.

  15. Dallin H. Oaks „Another Testament of Jesus Christ“ (kvöldvaka í Brigham Young háskóla, 6. júní 1993), 7, speeches.byu.edu.

  16. Dallin H. Oaks „Witnesses of Christ,“ Ensign, nóv. 1990, 30.

  17. Russell M. Nelson, „Að færa kraft Jesú Krists inn í líf okkar.“

  18. Sjá Dieter F. Uchtdorf, „Gefa af hjartans list,“ aðalráðstefna, apríl 2019; „Mig langar að líkjast Jesú,“ Barnasöngbókin, 40.

  19. Matteus 5:11–12.

  20. 1. Pétursbréf 3:15.

  21. „Þegar [spámannsritarar Mormónsbókar] skrifuðu vitnisburð sinn um hinn fyrirheitna Messías nefndu þeir nafn hans í einhverju formi að meðaltali í hverju 1,7 versi. [Þeir] vísuðu til Jesú Krists með bókstaflega 101 mismunandi nafni. … Þegar við gerum okkur grein fyrir að vers samanstendur venjulega af einni setningu, virðist sem við getum að meðaltali ekki lesið tvær setningar í Mormónsbók án þess að sjá nafn Krists á einhverju formi“ (Susan Easton Black,Finding Christ through the Book of Mormon [1987], 5, 15).

    „Þótt orðin friðþægja eða friðþæging komi fyrir í einhverju formi einungis einu sinni í þýðingu á Biblíu Jakobs konungs í Nýja testamentinu, þá koma þau 35 sinnum fyrir í Mormónsbók. Sem annað vitni um Jesú Krist, varpar hún dýrmætu ljósi á friðþægingu hans“ (Russell M. Nelson, „The Atonement,“ Ensign, nóv. 1996, 1996).

  22. Þeir sem yfirgefa kristni í Bandaríkjunum eru yngri. „Meira en átta af hverjum tíu meðlimum hinnar þöglu kynslóðar (þeirra sem eru fæddir á árunum 1928 til 1945) lýsa sjálfum sér sem kristnum (84%), sem og þrír fjórðu kynslóðarinnar frá 1946 til 1964 (76%). Í öfugri mótsögn lýsir aðeins helmingur aldamótakynslóðarinnar (49%) sér sem kristnum; fjórir af hverjum tíu eru engrar trúar og einn af hverjum tíu aldamótakynslóðarinnar auðkenna sig við trúarbrögð sem ekki eru kristin“ („Í Bandaríkjunum heldur hnignun kristninnar áfram,“ pewforum.org).

  23. Jóhannes 12:46.

  24. Sjá Daníel 6:22.

  25. Sjá Postulasagan 5:19.

  26. Sjá Lúkas 2:2–14.

  27. Sjá Lúkas 22:42–43.

  28. Sjá Postulasagan 1:9–11.

  29. Sjá Kenning og sáttmálar 13; 27:12–13; 110:11–16; Joseph Smith – Saga 1:27–54.

  30. Sjá 1. Þessaloníkubréf 4:16–17; Kenning og sáttmálar 88:96–98.

  31. Matteus 10:32.