2010–2019
Að færa kraft Jesú Krists inn í líf okkar
Apríl 2017


Að færa kraft Jesú Krists inn í líf okkar

Fagnaðarerindi Jesú Krists er uppfullt af krafti hans, sem er í boði fyrir alla syni og dætur Guðs sem leita hans einlæglega.

Kæru bræður mínir og systur, við lifum á erfiðasta ráðstöfunartímanum. Áskoranir, ágreiningur og flækjur þyrlast allt í kringum okkur. Slíkir ólgutímar eru fyrirséðir af frelsaranum. Frelsarinn sjálfur varaði við því að á okkar tímum myndi andstæðingurinn ýfa upp reiði í hjörtum manna og leiða þá afvega.1 Samt ætlaðist himneskur faðir aldrei til þess að við myndum takast á við völundarhús persónulegra vandamála og samfélagsvanda, einsömul.

Svo elskaði Guð okkur að hann sendi eingetinn son sinn2 til að hjálpa okkur.3 Sonur hans Jesús Kristur gaf því líf sitt fyrir okkur. Þetta var allt gert til þess að við gætum haft aðgang að guðlegum krafti, krafti sem væri nægilega sterkur til að takast á við byrði, hindranir og freistingar okkar tíma.4 Í dag langar mig að tala við ykkur um það hvernig við getum dregið kraft Drottins vors og meistara, Jesú Krists inn í líf okkar.

Við byrjum á því að læra um hann.5 „Ógerlegt er að [við frelsumst] í vanþekkingu.“6 Því meira sem við vitum um kennslu frelsarans og þjónustu7, - því betur skiljum við kenningar hans8 og hvað hann gerði fyrir okkur, - því betur getur hann veitt þann kraft sem við þörfnumst í lífi okkar.

Snemma á þessu ári bað ég unga og einhleypa í kirkjunni, að helga hluta tíma þeirra í hverri viku, í að læra allt sem Jesús sagði og gerði eins og það er ritað í ritningunum.9 Ég bauð þeim að láta ritningartilvitnanirnar um Jesú Krists í Leiðarvísi að ritningunum, verða persónulegur námsvísir fyrir þau.10

Ég gaf þeim þessa áskorun vegna þess að ég hafði sjálfur tekið henni. Ég las og merkti við hvert vers sem vitnaði í Jesú Krist, eins og þau eru skráð í 57 undirtitlum í Leiðarvísi að ritningunum.11 Þegar þessu lauk þá spurði kona mín hvaða áhrif það hefði haft á mig. Ég sagði við hana: „Ég er nýr maður!“

Ég fann fyrir endurnýjaðri trúrækni gagnvart honum er ég las aftur yfirlýsingu hans sjálfs, í Mormónsbók, um þjónustu hans í jarðnesku lífi. Hann lýsti yfir:

„Ég kom í heiminn til að gjöra vilja föður míns, vegna þess að faðir minn sendi mig.

Faðir minn sendi mig, til þess að mér yrði lyft upp á krossinum.“12

Sem Síðari daga heilagir tölum við um verk hans sem friðþægingu Jesú Krists, sem gerði upprisuna að raunveruleika fyrir alla og gerði eilíft líf mögulegt fyrir þá sem iðrast synda sinna og meðtaka og halda nauðsynlegar helgiathafnir og sáttmála.

Það er ófullkomið kenningarlega að tala um friðþægingarfórn Drottins með flýtisetningum eins og „friðþægingin,“ eða „virkjandi kraftur friðþægingarinnar,“ eða „að virkja friðþæginguna,“ eða „að vera styrktur af friðþægingunni.“ Þessar setningar bjóða upp á hættuna á að misleiða trúna með því að koma fram við atburðurinn eins og hann sé lifandi og hafi færni, óháð himneskum föður og syni hans, Jesú Kristi.

Í hinni stórkostlegu eilífu áætlun föðurins þá var það frelsarinn sem þjáðist. Það er frelsarinn sem braut helsi dauðans. Það var frelsarinn sem greiddi gjaldið fyrir syndir okkar og brot og þurrkar þær út, með iðrun okkar að skilyrði. Það er frelsarinn sem bjargar okkur frá líkamlegum og andlegum dauða.

Það er ekki til nein formlaus vera sem kallast „friðþægingin“ sem við getum kallað á til að fá huggun, lækningu, fyrirgefningu eða kraft. Jesús Kristur er upptökin. Heilög hugtök eins og friðþægingin og upprisan lýsa því sem frelsarinn gerði, samkvæmt áætlun föðurins, svo að við megum lifa með von í þessu lífi og öðlast eilíft líf í næsta lífi. Friðþægingarfórn frelsarans – miðpunktur allrar mannkynssögunnar – er best skilin og metin þegar við tengjum hana ákveðið og skýrt við hann.

Spámaðurinn Joseph Smith lagði áherslu á mikilvægi þjónustu frelsarans er hann sagði: “Grundvallarreglur trúar okkar eru vitnisburður postula og spámanna um Jesú Krist, að hann dó, var grafinn, reis upp á þriðja degi og sté upp til himna. Og allt annað sem varðar trúarbrögð okkar er aðeins viðauki við þetta.”13

Það var þessi yfirlýsing frá spámanninum sem var hvatningin á bak við það að 15 spámenn, sjáendur og opinberarar gáfu út og undirrituðu vitnisburð sinn til að minnast 2000 ára afmælis fæðingar Drottins. Sá sögulegi vitnisburður kallast „Hinn lifandi Kristur“14 Margir kirkjuþegnar hafa lagt sannleika þess skjals á minnið. Aðrir vita vart af tilvist þess. Er þið leitið þess að læra meira um Jesú Krist, þá hvet ég ykkur að kynna ykkur „Hinn lifandi Krist.“

Þegar við tökum okkur tíma til að læra um frelsarann og friðþægingarfórn hans þá laðast maður að öðru lykilatriði í að tengjast krafti hans, við veljum að hafa trú á hann og fylgja honum.

Sannir lærisveinar Jesú Krists eru fúsir að standa við sannfæringu sína, tjá sig og vera öðru vísi en veraldlegt fólk. Þeir eru kjarkmiklir, trúfastir og hugrakkir. Ég heyrði af slíkum lærisveinum á nýlegri ferð minni til Mexíkó þegar ég hitti embættismenn og leiðtoga annarra trúfélaga á fundum. Hver og einn þakkaði mér fyrir hetjulegt og árangursríkt átak kirkjuþegna okkar í því að vernda og varðveita sterk hjónabönd og fjölskyldur í landi þeirra.

Það er ekkert auðvelt eða sjálfkrafa við það að verða svo kröftugir lærisveinar. Við verðum að einblína á frelsarann og fagnaðarerindi hans. Það er andlega krefjandi að vinna að því að horfa til hans í allri hugsun.15 Þegar við gerum það hins vegar, þá hverfur allur efi og ótti.16

Nýlega heyrði ég af óttalausri Lárviðarmeyju. Henni var boðið að taka þátt í ríkiskeppni fyrir framhaldsskóla sinn, þetta var sama kvöld og hún hafði lofað að taka þátt í Líknarfélagsfundi. Þegar hún gerði sér grein fyrir þessum árekstri og útskýrði fyrir embættismönnum keppninnar, að hún yrði að fara snemma úr keppninni til að taka þátt í mikilvægum fundi, var henni sagt að hún myndi þá verða dæmd út keppni.

Hvað gerði þessi Síðari daga Lárviðarmeyja? Hún stóð við skuldbindingu sína um að taka þátt í samfundi Líknarfélagsins. Líkt og staðhæft var, þá var hún dæmd úr leik úr ríkiskeppninni. Þegar hún var spurð um ákvörðun sína svaraði hún einfaldlega: „Kirkjan er mikilvægari, er það ekki?“

Trú á Jesú Krist hvetur okkur til að gera hluti sem við myndum annars ekki gera. Trú sem hvetur okkur til aðgerða veitir okkur meiri aðgang að krafti hans.

Við styrkjumst einnig í krafti frelsarans í lífi okkar þegar við gerum helga sáttmála og höldum þá sáttmála með nákvæmni. Sáttmálar okkar binda okkur við hann og veita okkur guðlegt vald. Eins og trúfastir lærisveinar þá iðrumst við og fylgjum honum í skírnarvatnið. Við göngum meðfram sáttmálsleiðinni til að meðtaka aðrar nauðsynlegar helgiathafnir.17 Sem betur fer sér áætlun Guðs forfeðrum okkar, sem létust án þess að meðtaka þær í lifandi lífi, líka fyrir þessum blessunum.18

Sáttmáls menn og konur leita að leiðum til að halda sér óflekkuðum af heiminum svo að það verði ekkert sem hindri aðgang þeirra að krafti frelsarans. Trúföst eiginkona og móðir skrifaði þetta nýlega: „Það eru órólegir og hættulegir tímar. Hve blessuð erum við ekki að hafa aukna þekkingu á sáluhjálparáætluninni og þá innblásnu leiðsögn frá kærleiksríkum spámönnum, postulum og leiðtogum, til að hjálpa okkur að sigla örugglega í gegnum þennan ólgusjó. Við hættum þeim ávana að kveikja á útvarpinu á morgnana. Í staðinn hlustum við á aðalráðstefnuræður í símum okkar á hverjum morgni er við undirbúum okkur fyrir nýjan dag.“

Annar hluti af því að nálgast kraft frelsarans í lífi okkar er að teygja okkur upp til hans í trú. Slíkt krefst vinnusemi og einbeitts átaks

Ljósmynd
Kona snertir klæði frelsarans

Munið þið eftir biblíusögunni um konuna sem hafði þjáðst af veiklandi vandamáli í 12 ár?19 Hún sýndi mikla trú á frelsarann er hún sagði: „Ef ég fæ aðeins snert klæði hans, mun ég heil verða.“20

Þessi trúfasta, einbeitta kona þurfti að teygja sig eins langt og hún gat til að tengja við kraft hans. Líkamleg teygja hennar var táknræn fyrir andlega teygju hennar.

Mörg okkar höfum við hrópað úr innsta kjarna hjarta okkar mismunandi útgáfur af orðum þessarar konu: „Ef ég gæti teygt mig nægilega langt andlega til að draga kraft frelsarans inn í líf mitt, þá myndi ég vita hvernig ég ætti að takast á við átakanlegar aðstæður mínar. Ég myndi vita hvað ég ætti að gera. Ég myndi einnig hafa kraftinn til að gera það.“

Þegar þú teygir þig eftir krafti Drottins í lífi þínu með sama afli og drukknandi manneskja gerir þegar hún berst við að ná lofti, þá munið þið öðlast kraft frá Jesú Kristi. Þegar frelsarinn veit að ykkur langar virkilega að ná upp til hans, þegar hann getur skynjað að ykkar mesta hjartans þrá er að draga kraft hans inn í líf ykkar, þá munið þið vera leidd af heilögum anda til að vita nákvæmlega hvað þið þurfið að gera.21

Þegar þið teygjið ykkur andlega lengra en þið hafið nokkru sinni gert áður, þá mun kraftur hans flæða inn til ykkar.22 Þá munið þið skilja dýpri merkingu orðanna sem við syngjum í sálminum: „Guðs andi nú ljómar“:

Vor Guð er að veita hér vakningu nýja, …

með guðdómsins visku og valdi hann opnar

í veraldarmyrkrinu ljósinu dyr.23

Fagnaðarerindi Jesú Krists er uppfullt af krafti hans, sem er í boði fyrir alla syni og dætur Guðs sem leita hans einlæglega. Það er vitnisburður minn að þegar við færum kraft hans inn í líf okkar þá munum bæði hann og við fagna.24

Sem eitt af hans sérstöku vitnum þá lýsi ég því yfir að Guð lifir! Jesús er Kristur! Kirkja hans hefur verið endurreist á jörðu! Spámaður Guð á jörðu í dag er Thomas S. Monson forseti, sem ég styð af öllu hjarta. Ég ber þess vitni með kærleikskveðjum mínum og blessunum til hvers og eins ykkar, í hinu helga nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. Sjá 2 Ne 28:19–30.

  2. Sjá Jóh 3:16.

  3. Jesús var hinn smurði, smurður af himneskum föður til að vera persónulegur fulltrúi hans í öllu því sem tengist sáluhjálp mannkyns. Jesús var smurður til að vera frelsari okkar og lausnari. Áður en heimurinn var mótaður þá var Jesús smurður til að gera ódauðleika að raunveruleika og eilíft líf að möguleika fyrir öll börn Guðs (sjá Jóh 17:24; 1 Pét 1:20). Þar af leiðandi bar Jesús tvo einstaka titla. Messías (úr hebresku) og Kristur (gríska) – merkir hvert tveggja „hinn smurði.“ (Sjá Bible Dictionary, “Anointed One.”)

  4. Við getum varið okkur sjálf með því að þekkja og lifa eftir orði Guðs (sjá Ef 6:17–18; Kenning og sáttmálar 27:18).

  5. Jesús var skapari jarðarinnar undir leiðsögn föður hans. (Sjá Jóh 1:2–3)og aðrir heimar án tölu (sjá HDP Móses 1:33). Löngu fyrir fæðingu hans þá var Jesús hinn mikli Jehóva, Guð Gamla testamentisins. Það var Jehóva sem ræddi við Móses á Sínaífjallinu. Það var Jehóva sem gerði sáttmála við Abraham þess eðlis að allar þjóðir jarðar myndu verða blessaðar í gegnum afkomendur Abrahams. Það var Jehóva sem gerði sáttmála við fjölskyldur húss Ísraels. Jesús var einnig hinn lofaði Immanúel sem Jesaja spáði um (sjá Jes 7:14).

  6. Kenning og sáttmálar 131:6.

  7. Sjá Kenning og sáttmálar 76:40–41.

  8. Sjá 2 Ne 31:2–21.

  9. Biblían, Mormónsbók, Kenning og sáttmálar og Hin dýrmæta perla.

  10. Sjá Topical Guide, “Jesus Christ.” Til viðbótar við textann sem er undir þessum höfðutitli þá má finna 57 undirtitla um hann. Fyrir útgáfur af ritningunum sem eru ekki á ensku, notið Leiðarvísi að ritingunum.

  11. Meira en 2,200 skráningar eru í þessum 18 köflum í Leiðarvísi að ritningunum.

  12. 3 Ne 27:13–14.

  13. Teachings of Presidents of the Church: Joseph Smith (2007), 49.

  14. Sjá „The Living Christ: The Testimony of the Apostles,” Liahona, apríl 2000, 2–3.

  15. Sjá Helaman 8:15.

  16. Sjá Kenning og sáttmálar 6:36.

  17. Jesús Kristur kenndi okkur um mikilvægi helgiathafna, eins og skírnarinnar (sjá Jóh 3:5), sakramentið (sjá Kenning og sáttmálar 59:9, og musterisgjöfina og innsiglunarathafnir í musterinu (sjá Kenning og sáttmálar 124:39–42).

  18. Sjá Kenning og sáttmálar 124:29–32.

  19. Sjá Lúk 8:43–44.

  20. Mark 5:28.

  21. Sjá Kenning og sáttmálar 88:63.

  22. Þegar trúfasta konan snerti klæði frelsarans, svaraði hann samstundis:, “I perceive that virtue [from the Greek dunamis, meaning “power”] is gone out of me” (Lúk 8:46; skáletrað hér).

  23. “The Spirit of God,” Hymns, nr. 2.

  24. Sjá 3 Ne 17:20.