Kjarni málsins
Hver er fylling fagnaðarerindisins?
Jesús í Getsemane, eftir Dan Burr
Drottinn hefur sagt að fylling fagnaðarerindisins sé „hinn ævarandi [sáttmáli]“, sem hann hafi „sent mannanna börnum“ (Kenning og sáttmálar 66:2). Hann felur í sér allt sem er nauðsynlegt börnum Guðs til að ganga í sáttmálssamband við hann og hljóta sáluhjálp og upphafningu.
Fagnaðarerindið eru „góðu tíðindin“ um Jesú Krist. Það er „áætlun Guðs um sáluhjálp, sem friðþæging Krists gerði mögulega. Fagnaðarerindið felur í sér hinn eilífa sannleik eða lögmál, sáttmála og helgiathafnir nauðsynlegar mannkyni til að komast aftur í návist Guðs.“ (Leiðarvísir að ritningunum, „Fagnaðarerindi“). Margt af þessu hafði tapast. En nú, með opinberun til spámanna, allt frá Joseph Smith, er Drottinn að endurreisa fyllingu fagnaðarerindis síns.
Með endurreisn fyllingar fagnaðarerindis síns, býður Jesús Kristur „okkur öllum að koma til sín og kirkju sinnar, að taka á móti heilögum anda, helgiathöfnum sáluhjálpar og hljóta varanlega gleði“ („Endurreisn fyllingar fagnaðarerindis Jesú Krists: Tvö hundruð ára afmælisyfirlýsing til heimsins,“ Gospel Library).