Til styrktar ungmennum
Velja musterið
Janúar 2024


Frá ungmennum

Velja musterið

Iris R., 18 ára, Sal, Grænhöfðaeyjum

Elskar skrautskrift, að skapa listaverk og að elda.

stúlka

Það musteri sem er næst mér er staðsett á annarri eyju. Til að komast þangað þurfum við að fara í 45 mínútna flug eða 12 tíma bátsferð. Ég hafði aldrei áður farið í musterið og á síðasta ári mínu í skólanum gerði mamma áætlanir um að við færum. Hún hafði safnað pening í um eitt ár svo fjölskylda mín gæti farið saman.

Því miður myndum við koma heim eftir að skólinn byrjaði, sem olli mér áhyggjum. Það var mér alltaf mikilvægt að vera með góða meðaleinkunn í skólanum svo ég gæti fengið námsstyrk fyrir háskóla. Ég íhugaði að fara ekki í musterið, vegna þess að fjarvistir gætu skaðað endanlega meðaleinkunn mína. Þá sagði mamma: „Af hverju ferðu ekki með bæn og biður um hjálp Drottins?“

Ég var örlítið treg til þess, því ég var hrædd, en ákvað að biðjast fyrir. Himneskur faðir leiðbeindi mér og ég valdi að fara í musterið. Allan vikuna sem við vorum þar fórum við í musterið dag hvern. Þetta var undravert! Að framkvæma skírnir var ótrúleg reynsla; ég fann mjög sterkt fyrir andanum.

Að lokum tókst mér að klára skólann með góða meðaleinkunn. Að viðhalda nánu sambandi við frelsarann hjálpaði mér að eiga von á þeim tíma. Ég vissi að hann var með mér og veitti mér styrk. Drottinn er meðvitaður um viðleitni okkar og þegar við leggjum hlutina í hans hendur, getum við treyst því að allt verði í lagi.

Ég er svo þakklát fyrir að systir mín hafði það hugrekki að bjóða trúboðunum heim til okkar. Hún og ég vorum fyrstar í fjölskyldunni til að skírast – ég var 13 ára og hún 15 ára. Ég veit að ég er ástkært barn okkar himneska föður. Jarðneskur faðir minn var aldrei til staðar í lífi mínu, en það hjálpar mér að vita að við eigum himneskan föður og að ég er sköpuð í hans mynd. Ég finn elsku hans til mín; ég veit að á erfiðustu stundunum er hann mér við hlið.