Til styrktar ungmennum
Lít þú til Krists
Janúar 2024


Þema ungmenna 2025

Lít þú til Krists

Kenning og sáttmálar 6:36

Þema ungmenna 2025 mun hjálpa ykkur að velja traust fram yfir efa og trú fram yfir ótta.

Þemamerki ungmenna 2025

Hin sautján ára Kailey hafði verið í klappstýruliði þar til slys leiddi til alvarlegs heilaskaða. Bataferli hennar kom í veg fyrir að hún gæti farið í skóla og hún fór að upplifa einangrun og einmanaleika. Hún átti í tilfinningalegri baráttu og vissi ekki hvert hún ætti að leita að hjálp. Vinur hennar lagði til að hún hlustaði á trúboðana. Þeir kenndu henni um friðþægingu Jesú Krists. Að læra meira um Krist vakti henni von og henni fannst sem Guð sjálfur væri að reyna að ná til hennar.

Kailey sagði við mömmu sína: „Mér hefur aldrei fundist Guð elska mig. En nú veit ég að hann elskar mig.“

Mamma hennar, Michelle, var svolítið hissa. Hún og eiginmaður hennar, Brock, höfðu yfirgefið Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu þegar Kailey var sjö ára, vegna ýmissa spurninga, efasemda og áhyggjuefna. Þau töldu að dóttir þeirra yrði hamingjusamari án allra samkomanna og boðorðanna. Þau héldu aldrei að ákvörðun þeirra myndi halda Kailey frá nánu sambandi við Guð. Þegar Michelle og Brock horfðu á Kailey breytast, áttuðu þau sig á því að það var langt síðan þau höfðu fundu fyrir nálægð Guðs og þau vildu upplifa slíkar tilfinningar á ný.

Þau áttu fund með biskupinum og fljótlega snéri fjölskyldan, þar á meðal Braeden, bróðir Kailey, aftur til kirkju. Að finna fyrir nálægð Guðs og tengjast honum á ný – einkum með bæn – endurreisti trú þeirra. Að snúa aftur til kirkju leysti ekki allar spurningar þeirra og áhyggjur, en þeim var ljóst að sterkara, persónulegt samband við Guð var mikilvægara en vantrú þeirra.

Allt byrjaði þetta þegar vinur einn – unglingur eins og þú – bauð Kailey að líta til Krists. Það gerði hún!

Drottinn hefur sagt: „Beinið öllum hugsunum yðar til mín. Efist ekki, óttist ekki“ (Kenning og sáttmálar 6:36). Þetta er innblásturinn að baki þema ungmenna 2025. Leyfið okkur að miðla því hvernig þið getið valið traust fram yfir efa og trú fram yfir ótta þegar þið lítið til Krists:

Aðalforsætisráð Stúlknafélagsins

Vinstri til hægri: Systir Runia, Freeman forseti, systir Spannaus

Tamara W. Runia

Þegar ég á í baráttu, hjálpar það mér alltaf að ímynda mér Jesú Krist með útréttan faðminn. Þegar ég lít til hans, þá minnist ég texta lagsins „Ég geng með Jesú“: „Hann mun aldrei yfirgefa mig, jafnvel þótt ég falli.“

Emily Belle Freeman

Þegar ég les þetta þemavers, þá minnist ég Péturs á Galíleuvatni. Að einblína á storminn jók ótta hans og efasemdir, sem varð til þess að hann sökk í úfnar öldurnar. Það að einblína á frelsarann gerði honum hins vegar mögulegt að afreka nokkuð sem hann hafði aldrei áður gert: Hann gekk á vatni! Það er reyndar merkilegt. Hverju gætuð þið áorkað þegar þið beinið sjónum ykkar til hans?

Andrea Muñoz Spannaus

Þegar ég verð óttaslegin, sama hvar ég er eða í hvaða aðstæðum ég er, hugsa ég meðvitað um samband mitt við himneskan föður og Jesú Krist. Ég endurtek nokkrum sinnum í huga mínum: ÉG ER DÓTTIR GUÐS. Ég held áfram að gera þetta þar til mér fer að líða betur. Það virkar alltaf!

Aðalforsætisráð Piltafélagsins

Vinstri til hægri: Bróðir Wilcox, Lund forseti, bróðir Nelson

Bradley R. Wilcox

Spyrjið ykkur sjálf hverjum þykir vænt um ykkur og elskar ykkur mest. Eru það foreldrar ykkar og kirkjuleiðtogar? Er það fólk á samfélagsmiðlum sem sér þig kannski bara sem einhverja tölu? Lítið til himnesks föður og Krists. Þeim er alls ekki sama!

Steven J. Lund

Hafið í huga það sem þið eruð minnt á þegar þið þyljið þema Aronsprestdæmissveita og Stúlknafélagsins: Þið eruð ástkær sonur eða dóttir Guðs. Trúið því að faðir okkar hafi áætlun fyrir ykkur. Að líta til Krists, merkir það að sjá að friðþæging hans er þungamiðja þeirrar áætlunar.

Michael T. Nelson

Að lesa ritningarnar er að líta til Krists! Efi og ótti hverfur smám saman þegar við erum minnt á kraftaverk og kenningar Jesú. Við erum svo lánsöm að hafa aðgang að orðum hans. Þau eiga við í öllum aðstæðum lífs okkar.

Heimildir

  1. Lag og texti: Stephen P. Schank (sjá Friend, feb. 2020, 27; sjá einnig Hymns – For Home and Church, nr. 1004).