„Ómögulega“ blaðið
Ég get klippt gat á venjulegt blað sem er nógu stórt til að stíga í gegnum. Trúið þið mér ekki? Haldið þið að það sé ómögulegt? Ég lofa, þetta er engin brella. Þið getið notað þessa sýnikennslu til að kenna bekk ykkar, sveit eða fjölskyldu varðandi það að treysta Guði þegar þið eruð með spurningar – jafnvel „ómögulegar“.
-
Spyrjið hópinn ykkar hvort þau trúi því að þið getið klippt út nægilega stórt gat á blað til að manneskja komist í gegnum. Líkur eru á að sumir trúi þér ekki.
-
Lesið Joseph Smith—Saga 1:23–25. Útskýrið að fjöldi fólks trúði því ekki að það væri mögulegt að Joseph Smith hefði séð sýn. En hann vissi að þetta væri satt.
-
Nú er kominn tími til að klippa gatið!
-
Brjótið blaðsíðuna í helming á langveginn.
-
Byrjið að klippa á brotinu, klippið lóðrétt í sitthvorn enda blaðsins, en stoppið áður en þið náið brúninni.
-
Snúið því fram og til baka frá einni hlið til annarrar og haldið áfram að klippa lóðrétta ræmur í pappírinn (án þess að klippa alla leið í gegn!).
-
Sleppið brúnarræmunum á endunum og klippið eftir broti blaðsins.
-
Opnið það og þar hafið þið það – nægilega stórt gat til að komast í gegnum!
-
-
Ræðið að þótt eitthvað sé ruglingslegt eða virðist ómögulegt, þýðir það ekki að það sé ekki satt. Joseph Smith sá í raun himneskan föður og Jesú Krist.
Stundum gætu aðrir véfengt trú ykkar eða þið rekist á ruglingslegar spurningar. Þegar það gerist, hugsið þá til hins „ómögulega“ blaðs. Einsetjið ykkur að treysta Guði og leita til hans og annarra góðra heimilda til að fá svör.
„Trúin er fullvissa um það, sem menn vona og ekki er auðið að sjá. Efið efasemdir ykkar áður en þið efið trú ykkar.“