Til styrktar ungmennum
Tengjast
Janúar 2024


Tengjast

Ivan B.

17 ára, Zagreb, Króatía

piltur

Ljósmynd: Ashlee Larsen

Ég er eini meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í skólanum mínum. Eitt sinn í afmælisveislu byrjuðu vinir mínir að drekka. Mér fannst þetta óþægilegt og fór heim. Þegar þeir spurðu hvers vegna ég hefði farið snemma, sagðist ég ekki drekka og hafi fundist það óþægilegt. Þeir kunnu ekki við þetta svar og voru svolítið skrýtnir. En í gegnum tíðina hafa vinir mínir eiginlega sætt sig við það.

Í annað skipti bað kennarinn mig að sýna PowerPoint-kynningu um kirkjuna. Margir bekkjarfélaga minna voru með spurningar og mér fannst eins og Jesús Kristur væri að kenna í gegnum mig. Þegar þið miðlið vitnisburði ykkar, þurfið þið ekki að óttast hugsanir annarra. Ef þið treystið Drottni, mun hann hjálpa ykkur að vita hvað segja skal.

Mig langar að fara í trúboð svo ég geti leitt annað fólk til Krists. Ég trúi því að frelsarinn hafi tekið á sig syndir heimsins. Við getum safnað Ísrael saman og boðið öllum að koma til hans.