Til styrktar ungmennum
Hvernig get ég öðlast sterkari vitnisburð um Joseph Smith og endurreisnina?
Janúar 2024


Spurningar og svör

„Hvernig get ég öðlast sterkari vitnisburð um Joseph Smith og endurreisnina?“

stúlka

„Nokkuð sem ég hef gert til að styrkja vitnisburð minn um endurreisnina er að lesa frásögnina um Fyrstu sýnina á hverju kvöldi fyrir svefn. Þegar ég les um Joseph að frelsast og standa í návist Guðs, finnst mér ég vera nær ljósi Guðs og það hjálpar mér að vita að hann er þar.“

Eve T., 16 ára, Chorley, Bretlandi

stúlka

„Þegar ég gerði mér grein fyrir því að ég ætti ekki vitnisburð um Joseph Smith, tók ég að lesa Heilagir. Mér varð ljóst hve máttug og undursamleg reynsla Josephs var. Ég fann líka fyrir andanum þegar ég baðst fyrir varðandi Mormónsbók. Ég hóf að hjálpa trúboðunum og nú get ég ekki hætt að bera fólki vitni um Joseph Smith og endurreisnina.“

Abish N., 18 ára, Negros Oriental, Filippseyjum

piltur

„Spámaðurinn sagði okkur að kynna okkur líf Krists til að hjálpa okkur að öðlast vitnisburð um hann og friðþægingu hans. Það er svipað og með Joseph Smith. Þegar ég læri um líf hans, get ég öðlast sterkari vitnisburð um endurreisnina og um Joseph sem fyrsta spámann ráðstöfunar okkar. Ég hef líka betri skilning á því hvers vegna endurreisa þurfti kirkju Jesú Krists.“

Asher W., 17, Louisiana, Bandaríkjunum

stúlka

„Gerið það sem Joseph gerði og spyrjið Guð! Verið þolinmóð, svarið mun koma.“

Anna W., 17 ára, Colorado, Bandaríkjunum

piltur

„Bænin er einfaldasta leiðin til að öðlast vitnisburð um Joseph Smith og endurreisnina. Drottinn hefur svarað mér og mörgum öðrum þessari bæn – hann mun gera það sama fyrir ykkur. Lesið einnig áhrifamikinn vitnisburð vitnanna í Mormónsbók.“

Andrew N., 18, Washington, Bandaríkjunum