2025
Sannur besti vinur
Janúar 2024


Frá ungmennum

Sannur besti vinur

Joel A., 19 ára, Jerevan, Armeníu

Finnst gaman að því að skapa list, forrita og að læra nýja færni, eins og eldamennsku.

piltur

Ég átti nokkra vini sem snerust gegn mér á milli sjöunda og níunda bekkjar. Í fyrstu gerði ég mér ekki grein fyrir að þeir væru að gera gys að mér, en þegar ég gerði það olli það mér uppnámi og skildi ekki hvað ég hefði gert rangt.

Ég hélt að allt myndi lagast, ef ég gerði það sem Kristur myndi gera. Ég hélt því áfram að vera vingjarnlegur, hjálpa bekkjarfélögum mínum við heimanámið og treysti Guði og treysti því að einhvern daginn myndi ég eignast góðan vin. Í fyrstu virtist fátt ætla að breytast. En eftir að ég byrjaði í menntaskóla voru bekkjarfélagar mínir vinsamlegra fólk.

Það sem meira máli skiptir, þá komst ég að því á þessum árum sem ég leitaði vina, að besti vinur minn er Jesús Kristur. Ég eignaðist því ekki aðeins nýja vini í skólanum, heldur eignaðist ég líka besta vin sem ég gæti nokkru sinni eignast.