Til styrktar ungmennum
Barátta mín við sjálfsmyndina
Janúar 2024


Frá ungmennum

Barátta mín við sjálfsmyndina

Paulina M., 18 ára, Podlasie, Póllandi

Nýtur þess því að spila á fiðlu, spila á píanó og lesa skáldsögur.

stúlka

Á miðstigi í grunnskóla átti ég í miklum erfiðleikum með sjálfsmynd mína og að reyna að falla í hópinn. Ég reyndi að gera æfingar til að líta út á ákveðinn hátt en ég var bara ekki ánægð með myndina í speglinum.

Eldri systir mín fékk þá patríarkablessun sína og ég fór að íhuga að fá mína. Ég var 12 ára og til að byrja með hélt ég að ég væri of ung. Ég baðst þá fyrir og ræddi við biskupinn minn og ég hafði góða tilfinningu fyrir því.

Patríarkablessun mín minnti mig á að himneskur faðir er meðvitaður um mig og að hann þekkir baráttu mína. Hann þekkir mig með nafni. Hann er til staðar til að aðstoða mig, ef ég er bara fús til að biðja um hjálp hans.

Stundum gætuð þið horft á ykkur sjálf og fundist að þið séuð ekki nógu falleg á mælikvarða heimsins. Ég komst þó að því að viðhorf Guðs á mér er mikilvægara en annarra. Ef ég veit að Guð sér mig sem dóttur sína, þá er það allt sem ég þarf.