Til styrktar ungmennum
Sjö leiðir til að líta til Krists
Janúar 2024


Þema ungmenna 2025

Sjö leiðir til að líta til Krists

Reynið þessar venjur til að beina sjónum ykkar að frelsaranum.

Það að heimfæra þema ungmenna þessa árs – „Lít þú til Krists“ – er dálítil áskorun. Hvernig lítur maður til þess sem er ekki líkamlega til staðar? Byrjið á þessum sjö venjum.

sólin skín á milli hárra bygginga

1. Munið að hann er ekki í felum

Já, þið verðið að leita hans. Hann vill samt láta finna sig! Þetta er ekki feluleikur. Drottinn er óðfús að blessa ykkur – í raun hefur hann unun af því (sjá Kenning og sáttmálar 41:1). Hann er ekki að leita að ástæðum til að dæma okkur úr leik. Þvert á móti, hann er alltaf að leitast við að blessa ykkur. Líkt og öldungur Patrick Kearon í Tólfpostulasveitinni kenndi: „Nei, [frelsarinn] setur ekki upp vegatálma eða fyrirstöður; hann fjarlægir það. Hann heldur ykkur ekki fjarri; hann býður ykkur velkomin inn. Öll þjónusta hans var lifandi yfirlýsing um þennan ásetning.“

stúlka

2. Viðurkennið áhrif hans í lífi ykkar

Það er Drottni þóknanlegt þegar við „játum … hönd hans í öllu“ (Kenning og sáttmálar 59:21). Verið því viss um að viðurkenna áhrif hans í lífi ykkar! Þakkið honum þegar ykkur gengur vel og leitið friðar og skilnings þegar svo er ekki.

lögun hjarta

3. Verið þakklát fyrir það sem þið hafið

Auk þess að viðurkenna áhrif Drottins í lífi ykkar, er líka mikilvægt að skynja – og sýna – þakklæti. Þið „sjáið“ kannski ekki frelsarann persónulega, en þið getið séð blessanir hans í lífi ykkar! Öldungur Gary B. Sabin, af hinum Sjötíu, sagði: „Þið munuð aldrei verða hamingjusamari en sem nemur þakklæti ykkar.“ Þakkið Drottni daglega fyrir blessanir ykkar. Þegar þið eruð niðurdregin, fylgið þá leiðsögn gamla sálmsins: „Teldu sælustundir, sem þú átt; sjá þú munt hve Guði vorum þakka mátt.“

piltur á bæn

4. Biðjið dag hvern

Þið verðið betur í stakk búin til að „sjá“ frelsarann yfir daginn, ef þið byrjið á því að tala við himneskan föður. Biðjið hann að hjálpa ykkur að minnast frelsarans og vera meðvituð um áhrif hans í lífi ykkar. Þið getið beðist fyrir eins oft og ykkur langar yfir daginn. Áður en farið er að sofa, biðjið aftur til að segja himneskum föður hvernig fór. Hann þreytist aldrei á að heyra frá ykkur!

stúlka les ritningarnar

5. Lærið ritningarvers og sálma utanbókar

Ein leið til að beina hugsunum ykkar að Jesú Kristi er að hafa lagt á minnið texta eftirlætis ritningarvers eða upplyftandi söngs. Æfið ykkur í að rifja það upp þegar þið finnið neikvæðar hugsanir læðast inn. Oft gæti verið nóg að rifja upp (og syngja í hljóði) titil sálms til að beina hugsunum ykkar annað: „Guðs barnið eitt ég er.“ „Ver hjá mér hverja stund.“ „Ver hljóð, mín sál.“

Jesús Kristur

6. Skoðið myndir af frelsaranum

Finnið einhverjar listrænar myndir af frelsaranum sem þið kunnið að meta og staðsetjið þær síðan þar sem þið komið oft auga á þær. Sumir þessara staða gætu verið svefnherbergisveggur ykkar, baðherbergisspegillinn, skápurinn ykkar í skólanum eða skjámyndin í tölvunni eða heimaskjárinn á símanum.

hnöttur

7. Horfið á heiminn í kringum ykkur

Hann er fallegur! Frelsarinn bjó hann til fyrir ykkur (sjá Kenning og sáttmálar 14:9)! Það er engin ástæða fyrir því sem við vitum af að jörðin þyrfti að vera yndisleg. Ef til vill hefðum við getað varið jarðlífinu í heimi sem var flatur, ferkantaður og grár. Þess í stað skapaði frelsarinn heim „manninum til heilla og gagns, bæði til að þóknast auganu og gleðja hjartað“ (Kenning og sáttmálar 59:18). Með öðrum orðum, jörðin er falleg vegna þess að fallegir hlutir láta okkur líða vel. Ef þið viljið minnast frelsarans, horfið þá í kringum ykkur.