Líkari en þið haldið
Sæll, Andy. Hvernig var í skólanum?
Gott. Við töluðum um mismunandi trúarbrögð. Ég lærði mikið um önnur trúarbrögð – við eigum meira sameiginlegt en ég hélt!
Vá! Hvað lærðuð þið?
Ég komst að því að Ayla er múslimi og hún biðst fyrir fimm sinnum á dag.
Stefán er baptisti og lofar Guð þegar hann fer í kirkju.
Anastasia er kaþólsk. Hún iðrast í gegnum bæn og skriftir.
Og Levi er Gyðingur. Fjölskylda hans fylgir lögmálum Guðs sér til leiðsagnar í lífinu.
Vá, þú hefur lært heilmikið! Miðlaðir þú einhverju til bekkjarins?
Já! Ég sagði þeim að Jesús Kristur þekkti mig og elskaði og að ég reyndi að vera eins og hann.