Ritningar
1 Nefí 15


15. Kapítuli

Niðjar Lehís munu hljóta fagnaðarerindið frá Þjóðunum á síðari dögum — Samansöfnun Ísraels er líkt við olífutré þar sem náttúrlegu greinarnar verða græddar á aftur — Nefí skýrir frá því hvað sýnin yfir lífsins tré táknar og ræðir um réttlæti Guðs er hann aðskilur hina ranglátu frá hinum réttlátu. Um 600–592 f.Kr.

1 Og svo bar við, að eftir að ég, Nefí, hafði séð allt þetta, uppnuminn í andanum, hvarf ég aftur til tjalds föður míns.

2 Og svo bar við, að þá sá ég bræður mína, sem voru að deila hvor við annan um það, sem faðir minn hafði sagt þeim.

3 Því að hann sagði þeim í sannleika margt og mikið, en atorskilið öðrum en þeim, sem beinir fyrirspurnum sínum til Drottins. En vegna hörkunnar, sem í hjörtum þeirra var, sneru þeir sér ekki til Drottins, eins og þeim bar.

4 Og ég, Nefí, fylltist hryggð vegna forherðingarinnar í hjörtum þeirra sem og vegna alls þess, er ég hafði séð og vissi, að var óumflýjanlegt vegna hins mikla ranglætis mannanna barna.

5 Og svo bar við, að þrengingar mínar yfirbuguðu mig, og mér þóttu aþrengingar mínar öllu öðru þungbærari vegna btortímingarinnar, sem beið fólks míns, en fall þess hafði ég séð.

6 Og svo bar við, að þegar mér veittist astyrkur, fór ég að tala við bræður mína og lét í ljós ósk um að vita, hver væri orsök að deilum þeirra.

7 Og þeir sögðu: Sjá, við fáum ekki skilið orðin, sem faðir okkar viðhafði um hinar náttúrlegu greinar olífutrésins og um Þjóðirnar.

8 Og ég sagði við þá: Hafið þið aspurt Drottin?

9 Og þeir svöruðu: Það höfum við ekki gjört, því að Drottinn kunngjörir okkur ekkert þess háttar.

10 Sjá, sagði ég við þá. Hvers vegna haldið þið ekki boðorð Drottins? Hvernig má það vera, að þið farist vegna ahörkunnar í hjörtum ykkar?

11 Rekur ykkur ekki minni til þess, sem Drottinn hefur sagt? — Ef þið herðið ekki hjörtu yðar og abiðjið til mín í trú og í vissu um bænheyrslu og haldið auk þess boðorð mín af kostgæfni, mun þetta vissulega kunngjört yður.

12 Sjá, ég segi ykkur, að andi Drottins, sem í föður okkar var, líkti Ísraelsætt við olífutré. Og sjá. Erum við ekki brot af Ísraelsætt, og erum við ekki agrein af Ísraelsætt?

13 En það, sem faðir okkar átti við með orðum sínum um að græða náttúrlegar greinar á aftur í fyllingu Þjóðanna, var það, að á síðari dögum, eftir að niðjum okkar hafði hnignað í avantrú, já, árum saman og mörgum kynslóðum eftir að bMessías birtist mannanna börnum í líkamanum, þá mun fylling cfagnaðarerindis Messíasar berast Þjóðunum, og frá dÞjóðunum til leifanna af niðjum okkar —

14 Og á þeim degi mun þeim, sem eftir eru af aniðjum okkar, ljóst, að þeir eru af Ísraelsætt og jafnframt bsáttmálsþjóð Drottins. Og þá munu þeir þekkja og fá cvitneskju um forfeður sína og einnig um fagnaðarboðskap lausnara síns, sem hann sjálfur miðlaði feðrum þeirra. Þeir munu þess vegna kynnast lausnara sínum og einmitt þeim kenningaratriðum hans, sem þekkja þarf til að komast til hans og láta frelsast.

15 Og munu þeir ekki fagna á þeim degi og syngja lof hinum ævarandi Guði sínum, abjargi sínu og hjálpræði? Já, munu þeir ekki á þeim degi öðlast jafnt styrk sem næringu úr hinum sanna bvínviði? Já, og munu þeir ekki komast í hina sönnu hjörð Guðs?

16 Sjá, ég segi ykkur. Jú, þeirra mun á ný minnst meðal Ísraelsættar. Þeir munu, sem náttúrleg grein olífutrésins, aftur agræddir á hið eina sanna olífutré.

17 Og þetta er það, sem faðir okkar á við. Hann á við, að þetta muni ekki verða fyrr en eftir að Þjóðirnar hafi tvístrað þeim. Og hann á við, að það verði á vegum Þjóðanna, til þess að Drottinn megi sýna Þjóðunum vald sitt, einmitt vegna þess að Gyðingar, eða Ísraelsætt, ahafnar honum.

18 Þess vegna hefur faðir okkar ekki einungis talað um niðja okkar, heldur einnig um allar ættir Ísraels og vakið athygli á sáttmálanum, sem fullnægt skyldi á síðari dögum, en sáttmála þann gjörði Drottinn við föður okkar Abraham og mælti: Af þínu aafkvæmi skulu allar kynkvíslir á jörðunni blessun hljóta.

19 Og svo bar við, að ég, Nefí, ræddi mikið við þá um þessi mál. Já, ég ræddi við þá um aendurreisn Gyðinga á síðari dögum.

20 Og ég hafði yfir orð aJesaja fyrir þeim um endurreisn Gyðinga eða Ísraelsættar. Ég tjáði þeim, að þegar endurreisnin hefði farið fram, mundu þeir ei framar smánaðir eða þeim tvístrað oftar. Og svo bar við, að þau mörgu orð, sem ég lét falla, urðu til þess að friða bræður mína, og þeir bauðmýktu sig fyrir Drottni.

21 Og svo bar við, að þeir spurðu mig enn og sögðu: Hvað merkir það, sem faðir okkar sá í draumi? Og hvað merkir atréð, sem hann sá?

22 Og ég svaraði: Það var alífsins tré, sýnt á táknrænan hátt.

23 Og þeir spurðu mig: Og hvað merkir ajárnstöngin, sem faðir okkar sá liggja að trénu?

24 Og ég sagði þeim, að hún táknaði aorð Guðs. Og hver sá, sem fylgir orði Guðs og bvarðveitir það, mun aldrei farast, né heldur geta cfreistingar eða deldtungur eandstæðingsins blindað þá og leitt þá þannig til tortímingar.

25 Þess vegna hvatti ég, Nefí, þá til að gefa agaum að orðum Drottins. Já, ég hvatti þá af öllum krafti sálar minnar og með öllum mér tiltækum ráðum til að gefa gaum að orði Guðs og láta sér ekki úr minni falla að halda boðorð hans alltaf og í öllu.

26 Og þeir spurðu mig: Hvað merkir vatnsfyllta afljótið, sem faðir okkar sá?

27 Og ég sagði þeim, að avatnið, sem faðir minn sá, væri bsori, en svo var hugur hans gagntekinn af öðru, að hann sá ekki sorann í vatninu.

28 Og ég sagði þeim, að skelfilegt ahyldýpi aðskildi hina ranglátu, jafnt frá lífsins tré sem og hinum heilögu Guðs.

29 Og ég sagði þeim, að það væri táknrænt fyrir hið ógnvekjandi avíti, sem engillinn tjáði mér, að fyrirbúið væri hinum ranglátu.

30 Og ég sagði þeim, að faðir okkar hefði einnig séð, að aréttvísi Guðs greindi hina ranglátu frá hinum réttlátu. Og birtan, sem frá henni stafaði, væri eins og birtan af leiftrandi loga, sem teygði sig upp til Guðs að eilífu án nokkurs endis.

31 Og þeir spurðu mig: Er átt við kvöl líkamans á dögum areynslunnar, eða er átt við lokaástand sálarinnar eftir bdauða hins stundlega líkama, eða er verið að ræða um hið stundlega?

32 Og svo bar við, að ég sagði þeim, að átt væri bæði við hið stundlega og hið andlega, þar eð sá dagur hlyti að koma, að þeir yrðu dæmdir af averkum sínum, já, einmitt þeim verkum, sem unnin hefðu verið í hinum stundlega líkama á reynsludögum þeirra.

33 Og ég sagði, að adeyi þeir þess vegna í ranglæti sínu, hljóti þeim einnig að verða bvísað frá því, sem andlegt er og réttsýnt. Þess vegna verða þeir leiddir fram fyrir Guð og munu cdæmdir af dverkum sínum. Og hafi verk þeirra einkennst af sora, hljóti þeir að vera esaurugir. Og séu þeir saurugir, hljóti þeir að vera óhæfir til fdvalar í Guðs ríki, ella yrði Guðs ríki einnig saurugt.

34 En sjá. Ég segi ykkur, að Guðs ríki er ekki asaurugt og ekkert óhreint fær komist inn í Guðs ríki. Þess vegna hlýtur að vera til staður sorans, til þess gerður að taka við soranum.

35 Og staður er fyrirbúinn, já, einmitt hið ógnvekjandi avíti, sem ég hef minnst á og bdjöfullinn hefur undirbúið. Þess vegna er lokaástand mannssálarinnar annaðhvort það að dveljast í Guðs ríki eða vera vísað burtu vegna þeirrar créttvísi, sem ég hef talað um.

36 Þess vegna mun hinum ranglátu útskúfað frá hinum réttlátu og einnig frá alífsins tré, en það tré ber þann ávöxt, sem dýrmætari er og beftirsóknarverðari öllum öðrum ávöxtum, já, og er cstærst allra dgjafa Guðs. Og þannig fórust mér orð við bræður mína. Amen.