Ritningar
1 Nefí 9


9. Kapítuli

Nefí ritar tvenns konar heimildarit — Hvorttveggja ritin nefnast töflur Nefís — Stærri töflurnar geyma veraldlega sögu þeirra; smærri töflurnar fjalla að mestu um helga hluti. Um 600–592 f.Kr.

1 Og allt þetta sá, heyrði og mælti faðir minn, meðan hann dvaldist í tjaldi í aLemúelsdal, og svo er og um fjölmargt annað, sem ekki er unnt að skrá á þessar töflur.

2 Og eins og ég hef áður vikið að, þá segi ég ekki tæmandi frá sögu þjóðar minnar á þessum töflum, en atöflunum, sem geyma fulla frásögn af sögu þjóðar minnar, hef ég gefið nafnið Nefí. Þess vegna heita þær töflur Nefís eftir mér. Og þessar töflur kallast einnig töflur Nefís.

3 Engu að síður hef ég tekið á móti fyrirmælum Drottins um að gjöra þessar töflur í þeim sérstaka atilgangi, að á þær verði letruð frásögn af bhelgri þjónustu þjóðar minnar.

4 Á hinar töflurnar skyldi letruð frásögn af valdaskeiðum konunganna og styrjöldum og deilum meðal þjóðar minnar. Fyrri töflurnar eru því að mestu um helga þjónustu, en ahinar töflurnar að mestu um valdaskeið konunganna, styrjaldir og deilur meðal þjóðar minnar.

5 Drottinn hefur þess vegna boðið mér að gjöra þessar töflur í hans aviturlega tilgangi, en þann tilgang þekki ég ekki.

6 En Drottinn aveit allt frá upphafi, og þess vegna greiðir hann veginn öllum verkum sínum meðal mannanna barna, því að sjá. Hans er allt bvald til uppfyllingar öllum orðum sínum. Og þannig er það. Amen.