1 Nefí 20
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

20. Kapítuli

Drottinn opinberar Ísrael áform sín — Ísrael hefur verið útvalinn í brennsluofni hörmungarinnar og á að yfirgefa Babýlon — Samanber Jesaja 48. Um 589–570 f.Kr.

1 Hlýðið á og heyrið þetta, þér Jakobsniðjar, þér, sem nefndir eruð nafni Ísraels og runnir eruð úr Júda lindum eða úr lindum askírnarinnar, þér, sem sverjið við nafn Drottins og tignið Guð Ísraels, en sverjið þó hvorki í sannleika né réttlæti.

2 Engu að síður kenna þeir sig við hina ahelgu borg, en leita ekki btrausts hjá Guði Ísraels, sem er Drottinn hersveitanna, já, nafn hans er Drottinn hersveitanna.

3 Sjá. Ég hef kunngjört hið aliðna frá upphafi, það er útgengið af mínum munni, og ég birti það, já, ég birti það skyndilega.

4 Og ég gjörði það vegna þess, að ég vissi, að aþú ert þrjóskur og háls þinn seigur sem járnseymi og enni þitt hart sem kopar —

5 Og ég hef kunngjört þér allt frá upphafi. Áður en það kom fram, sýndi ég þér það, og ég sýndi þér það, til þess að þú skyldir ekki segja — aGoð mitt hefur komið því til leiðar, og skurðgoð mitt og hið steypta líkneski mitt hefur ráðstafað því.

6 Þú hefur heyrt og séð allt þetta, en vilt þú ekki kunngjöra það? Og ég hef frá þessari stundu sýnt þér nýja hluti, jafnvel hulda hluti, en þú barst ekki kennsl á þá.

7 Núna eru þeir skapaðir, en voru ei til frá upphafi. Þeir voru kunngjörðir þér, jafnvel áður en þú hafðir nokkuð um þá heyrt, til að þú skyldir ekki geta sagt: Sjá, ég þekkti þá.

8 Já, og þú heyrðir það eigi — já, þú þekktir það eigi — já, eyra þínu var eigi upp lokið frá þessum tíma, því að ég vissi, að þú mundir svikull verða og verða nefndur alögmálsbrjótur frá móðurkviði.

9 Engu að síður mun ég skjóta reiði minni á frest sakir anafns míns, og vegna lofs míns mun ég halda mig frá þér, svo að ég uppræti þig eigi.

10 Því að sjá. Ég slípaði þig, og ég útvaldi þig í brennsluofni aþrengingarinnar.

11 Mín vegna, já, sjálfs mín vegna mun ég gjöra þetta, því að ég mun ekki líða, að anafn mitt sé vanhelgað, og dýrð mína gef ég beigi öðrum.

12 Heyr mig, ó, Jakob og þú Ísrael, sem ég hef kallað. Ég er Hann, og ég hef kallað. Ég er Hann, og ég er hinn afyrsti og einnig hinn síðasti.

13 Hönd mín hefur aeinnig grundvallað jörðina, hægri hönd mín hefur þanið út himnana. Ég kalla og þau rísa upp saman.

14 Safnist allir saman og heyrið. Hver á meðal þeirra kunngjörði þeim þetta? Drottinn elskaði hann, já, hann mun láta orð sitt arætast, sem hann hefur kunngjört fyrir milligöngu þeirra. Og hann mun fara með bBabýlon að geðþótta sínum, og armur hans mun koma yfir Kaldverja.

15 Og Drottinn sagði einnig: Ég, Drottinn, já, ég hef mælt svo og hef kallað hann til frásagnar. Ég hef leitt hann fram, og hann skal veita veg sínum sigurgengi.

16 Komið til mín. Ég hef eigi talað í aleynum. Frá upphafi, frá þeim tíma, er það var kunngjört, hef ég talað, og Drottinn Guð og andi hans sendu mig.

17 Og þannig mælti Drottinn, alausnari þinn, hinn heilagi Ísraels: Ég hef sent hann, ég Drottinn Guð þinn, sem uppfræði þig þér að gagni og bleiði þig eftir veginum, sem þér ber að ganga, ég hef gjört það.

18 Æ, að þú hefðir hlýtt aboðum mínum, þá hefði friður þinn verið sem fljót og réttlæti þitt sem bylgjur sjávarins.

19 aNiðjar þínir hefðu þá einnig verið sem fjörusandur og lífsafkvæmi þín sem sandkorn hans, nafn hans mundi aldrei afmáð verða og aldrei hverfa frá mínu augliti.

20 aYfirgefið Babýlon, flýið Kaldverjana. Boðið þetta og birtið það með gleðisöng, útbreiðið það til endimarka jarðarinnar og segið: Drottinn hefur endurleyst bþjón sinn, Jakob.

21 Og þá aþyrsti ekki, hann leiddi þá um öræfin, hann lét vatn spretta upp úr bkletti handa þeim og hann klauf klettinn, svo að vatnið vall þar fram.

22 En þótt hann hafi gjört allt þetta og enn stórkostlegri hluti, er hinum ranglátu samt enginn afriður búinn, segir Drottinn.