Ritningar
1 Nefí 6


6. Kapítuli

Nefí ritar um það sem Guðs er — Tilgangur Nefís er að fá menn til að koma til Guðs Abrahams og frelsast. Um 600–592 f.Kr.

1 Ég, Nefí, hef ekki í hyggju að rekja ættir feðra minna í aþessum hluta heimildaskrár minnar. Né heldur mun ég síðar rekja þær á btöflunum, sem ég er að letra á, því að þær eru þegar raktar í þeim heimildum, sem cfaðir minn hefur haldið til haga. Þess vegna færi ég þær ekki í letur í þessari ritsmíð.

2 Ég læt mér nægja að segja, að við erum afkomendur aJósefs.

3 Og það er mér ekkert kappsmál að gjöra málefnum föður míns full skil. Það kæmist ekki fyrir á aþessum töflum, því að það er löngun mín að nota þær fyrir það, sem ég skrifa um málefni Guðs.

4 Tilgangur minn er sá, og sá einn, að geta atalið fólk á að bkoma til Guðs Abrahams, og Guðs Ísaks, og Guðs Jakobs og frelsast.

5 Þess vegna skrifa ég ekki um það, sem heiminum er ageðfellt, heldur um það, sem er Guði þóknanlegt og þeim, sem ekki eru af þessum heimi.

6 Þess vegna mun ég bjóða niðjum mínum að fylla ekki þessar töflur því, sem ekkert gildi hefur fyrir mannanna börn.