Ritningar
1 Nefí 4


4. Kapítuli

Nefí ræður Laban af dögum að boði Drottins og tryggir sér síðan látúnstöflurnar með herbragði — Sóram kýs að fylgja fjölskyldu Lehís í óbyggðunum. Um 600–592 f.Kr.

1 Og svo bar við, að ég tók bræður mína tali og sagði: Förum aftur upp til Jerúsalem og verum atrúir boðum Drottins, því að sjá. Hann er máttugri en jörðin í heild, og hví skyldi hann þá ekki vera bmáttugri en Laban og hans hálfa hundrað, já, jafnvel máttugri en tugir þúsunda af hans mönnum?

2 Förum þess vegna þangað upp. Verum asterkir sem bMóse, því að hann talaði vissulega til vatna cRauðahafsins, og þau skiptust í báðar áttir, og feður okkar komust á þurru yfir það og úr ánauð, og herir Faraós fylgdu þeim eftir, en drukknuðu í vötnum Rauðahafsins.

3 Sjá því. Þið vitið, að þetta er satt. Og þið vitið einnig, að aengill hefur talað til ykkar. Hvernig getið þið efast? Við skulum fara þangað upp. Drottinn megnar að varðveita okkur eins og feður okkar og tortíma Laban eins og Egyptunum.

4 Þegar ég hafði mælt þessi orð, voru þeir enn reiðir og héldu uppi andmælum. Engu að síður slógust þeir í för með mér, þar til við komum að múrum Jerúsalem.

5 Og kvöld var komið, og ég fékk þá til að fela sig utan múranna. Þegar þeir voru komnir í felur, laumaðist ég, Nefí, inn í borgina og í átt að heimkynnum Labans.

6 Og andinn aleiddi mig, og ég bvissi ekki fyrirfram, hvað gjöra skyldi.

7 Engu að síður hélt ég áfram, og þegar ég nálgaðist hús Labans, sá ég mann, sem fallið hafði til jarðar fyrir framan mig, því að hann var ofurölvi.

8 Og þegar ég kom að honum, sá ég, að það var Laban.

9 Og ég sá asverð hans og dró það úr slíðrum. Og meðalkaflinn var úr skíru gulli og smíðin á því var framúrskarandi vönduð. Og ég sá, að sverðsblaðið var úr mjög dýrmætu stáli.

10 Og svo bar við, að andinn ahvatti mig til að ráða Laban af dögum. En í hjarta mínu sagði ég: Aldrei nokkru sinni hef ég úthellt mannsblóði. Og mig hryllti við, og ég óskaði þess að þurfa ekki að drepa hann.

11 Og andinn sagði enn við mig: Sjá, aDrottinn hefur selt hann þér í hendur. Já, og ég vissi einnig, að hann hafði sóst eftir lífi mínu. Já, og hann vildi ekki hlýða boði Drottins, og hann hafði einnig btekið eigur okkar.

12 Og svo bar við, að andinn sagði enn við mig: Dreptu hann, því að Drottinn hefur selt hann þér í hendur —

13 Sjá, Drottinn adeyðir hina branglátu til að koma réttlátum áformum sínum til leiðar. cBetra er, að einn maður farist en að heilli þjóð hnigni og hún farist í vantrú.

14 Og þegar ég, Nefí, hafði hlýtt á þessi orð, minntist ég orða Drottins, sem hann beindi til mín í óbyggðunum, er hann sagði: aSem niðjar þínir halda bboðorð mín, svo mun þeim cvegna vel í dfyrirheitna landinu.

15 Já, og mér kom einnig í hug, að þeir gætu ekki haldið boðorð Drottins, eins og þau birtust í lögmáli Móse, án þess að hafa lögmálið.

16 Og ég vissi einnig, að alögmálið var letrað á látúnstöflurnar.

17 Og enn fremur vissi ég, að Drottinn hafði selt Laban í hendur mér í þessum tilgangi — að ég kæmist yfir heimildaskrárnar í samræmi við fyrirmæli hans.

18 Ég hlýddi þess vegna rödd andans, tók í höfuðhár Labans og hjó höfuðið af með hans eigin asverði.

19 Og þegar ég hafði höggvið af honum höfuðið með hans eigin sverði, tók ég klæði Labans og klæddist þeim, já, hverri flík, og ég girti hertygi hans um lendar mér.

20 Og að þessu loknu hélt ég áfram að fjárhirslu Labans. Og á leiðinni að fjárhirslunni, sjá, þá sá ég aþjón Labans, sem hafði lyklana að fjárhirslunni undir höndum. Og ég skipaði honum með rödd Labans að fara með mér inn í fjárhirsluna.

21 Og hann áleit mig vera húsbónda sinn, Laban, því að hann sá klæðin og einnig sverðið, sem girt var um lendar mér.

22 Og hann talaði við mig um öldunga Gyðinganna, þar eð hann vissi, að húsbóndi hans, Laban, hafði verið úti meðal þeirra um kvöldið.

23 Og ég talaði við hann eins og Laban mundi hafa gjört.

24 Og ég sagði honum einnig, að ég ætti að fara með áletranirnar á alátúnstöflunum til eldri bræðra minna, en þeir væru utan múranna.

25 Og ég bað hann einnig að fylgja mér.

26 Og þar eð hann áleit, að ég ætti við safnaðarbræðurna og væri raunverulega sá Laban, sem ég hafði drepið, slóst hann í för með mér.

27 Og hann talaði margsinnis um öldunga Gyðinganna við mig á leiðinni til bræðra minna, sem voru utan múranna.

28 Og svo bar við, að Laman varð yfir sig hræddur, þegar hann sá mig, og það urðu Lemúel og Sam einnig. Og þeir flúðu frá mér, því að þeir héldu, að ég væri Laban og að hann hefði drepið mig og sæktist einnig eftir lífi þeirra.

29 Og svo bar við, að ég kallaði á eftir þeim, og þeir heyrðu til mín og hættu flóttanum.

30 Og svo bar við, að þegar þjónn Labans sá bræður mína, tók hann að nötra og var að því kominn að flýja frá mér og snúa aftur til Jerúsalemborgar.

31 Og ég, Nefí, sem er stór maður vexti og gæddur miklum alíkamsburðum fyrir tilverknað Drottins, þreif í þjón Labans og hélt honum föstum, svo að hann gæti ekki flúið.

32 Og svo bar við, að ég sagði við hann, að svo sannarlega sem Drottinn lifir og sem ég lifi, myndum við þyrma lífi hans, ef hann hlýddi orðum mínum.

33 Og ég sór þess meira að segja aeið, að hann þyrfti ekki að óttast og að hann skyldi vera frjáls maður eins og við, ef hann vildi slást í för með okkur niður í óbyggðirnar.

34 Og ég sagði einnig við hann: Vissulega hefur Drottinn aboðið okkur að gjöra þetta, og eigum við ekki að fylgja fyrirmælum Drottins af kostgæfni? Ef þú þess vegna vilt fara niður í óbyggðirnar til föður míns, mátt þú dvelja með okkur.

35 Og svo bar við, að orðin, sem ég mælti, hleyptu kjarki í aSóram, en Sóram hét þjónninn, og hann lofaði að fara niður í óbyggðirnar til föður okkar. Og hann sór þess einnig eið, að hann skyldi dvelja með okkur upp frá því.

36 Nú vorum við þess mjög fúsir, að hann dveldist með okkur, svo að Gyðingarnir fréttu ekki af flótta okkar út í óbyggðirnar og veittu okkur ekki eftirför til að tortíma okkur.

37 Og svo bar við, að er Sóram hafði svarið okkur aeið, óttuðumst við hann ei lengur.

38 Og svo bar við, að við tókum látúnstöflurnar og þjón Labans með okkur, lögðum út í óbyggðirnar og héldum til tjalds föður okkar.