2023
Fjölskyldur og ljós heimsins
Janúar 2023


„Fjölskyldur og ljós heimsins,“ Líahóna, jan. 2023.

Fyrir foreldra

Fjölskyldur og ljós heimsins

Ljósmynd
brosandi og sameinuð fjölskylda

Kæru foreldrar,

Fjölskyldan er nauðsynlegur hluti í hamingjuáætlun himnesks föður fyrir börn hans. Greinarnar í blaði þessa mánaðar geta hjálpað ykkur að bæta samskipti í fjölskyldu ykkar og takast á við áskoranir í fjölskyldusamböndum. Þið getið líka notað þetta blað til að hjálpa ykkur að kenna börnum mikilvægar lexíur í Nýja testamentinu.

Trúarlegar umræður

Jesús Kristur er okkar sanna ljós

Miðlið fjölskyldu ykkar nokkrum kenningum í grein Ballards forseta á síðu 4, um hlutverk Jesú Krists sem ljóss heimsins. Búið til lista, sem fjölskylda, yfir ýmsa ljósgjafa á heimili ykkar og ræðið mismunandi hluti sem ljósið gerir fyrir okkur. Á hvaða hátt hjálpar Jesús Kristur okkur, sem mesti ljósgjafi andlegs ljóss?

Opin samskipti í fjölskyldum

Mikilvægt er að vera andlega undirbúin fyrir áskoranir lífsins. Á síðu 12 skuluð þið lesa nokkur ráð frá geðheilbrigðisráðgjafa um það hvernig hafa skal nauðsynleg og styrkjandi samtöl við börn ykkar. Hverjum af þessum hugmyndum og ábendingum gætuð þið hrint í framkvæmd með eigin fjölskyldu?

Undirbúa hjörtu okkar fyrir orðið

Lesið grein bróður Camargo á síðu 38 um dæmisöguna um sáðmanninn. Ræðið við fjölskyldu ykkar um hvað hinar mismunandi jarðvegstegundir í dæmisögunni tákna. Yngri börn gætu teiknað atriði úr dæmisögunni og talað um þau og eldri börn gætu lesið dæmisöguna í Markúsi 4:3–20 og deilt hugsunum sínum eða spurningum.

Kom, fylg mér Fjölskylduskemmtun

Gera erfiða hluti með Guðs hjálp

Eins og María og Elísabet frænka hennar í Nýja testamentinu (sjá Lúkas 1:5–55), erum við stundum beðin um að gera erfiða hluti og veltum fyrir okkur hvort við getum það.

  1. Setjið tómt ílát, eins og fötu eða kassa, öðru megin í herbergið.

  2. Fáið hverjum fjölskyldumeðlim fjöður.

  3. Byrjið á hinum enda herbergisins og látið hvern fjölskyldumeðlim reyna að koma fjöður sinni í ílátið með því að blása á hana til að halda henni á lofti er þeir fara yfir herbergið.

  4. Til að gera þetta erfiðara, getið þið gefið þeim einungis 30 sekúndur og látið þau nota rör til að blása á fjöðrina. Haldið áfram að stytta úthlutaðan tíma, þar til verkið verður ómögulegt.

Umræða: Hafið í huga að sumar áskoranir verða kannski ekki leystar í þessu lífi og segið frá reynslu sem styrkti vitnisburð ykkar um að „það sem mönnum er um megn, það megnar Guð“ (Lúkas 18:27). Hvaða litlu skref getið þið tekið dag hvern til vinna verk í lífi ykkar sem virðast ómöguleg?