2023
Vertu til staðar fyrir drenginn þinn
Janúar 2023


„Vertu til staðar fyrir drenginn þinn,“ Líahóna, jan. 2023.

Frá Síðari daga heilögum

Vertu til staðar fyrir drenginn þinn

Eftir að andinn talaði til föður míns í prestdæmisvígslu minni, sneri hann lífi sínu við.

Ljósmynd
drengur vígður

Fjórar kynslóðir, eftir Kwani Povi Winder

Ég varð virkur í kirkjunni þegar Bill frændi minn fór með tvær systur mínar og mig í Barnafélagið. Barnaskólakennarinn minn, Jean Richardson, var góð móðurímynd. Mér kunni vel við hana og nýju kirkjuvinina mína, sem voru mun vingjarnlegri við mig en krakkarnir í hverfinu mínu. Ég ákvað því að vera áfram.

Þegar ég nálgaðist 12 ára afmælið mitt, bauð Dal Guymon biskup mér að taka á móti Aronsprestdæminu og verða vígður sem djákni. Ég var ekki viss um hvað það þýddi, en ég sagði já. Hann sagði þá: „Gætir þú beðið pabba þinn að koma með þér hingað næsta sunnudag og við munum vígja þig.“

Pabbi og fjölskylda hans höfðu hætt að fara í kirkju þegar hann var um 13 ára. Þegar hann varð fullorðinn, varði hann flestum helgum á hverfisbörum eða við fluguveiðar. Hann hafði þjónað í bandaríska sjóhernum í síðari heimsstyrjöldinni og í Kóreustríðinu. Hann reykti vindla, drakk og blótaði, en hann hafði orð á sér í litla bænum okkar í Montana fyrir að vera heiðarlegur og sanngjarn.

Þegar pabbi fór með mig í kirkjuna næsta sunnudag var það heilmikið mál. Þegar tíminn kom, kallaði Guymon biskup í mig og bað mig að setjast í stól. Nokkrir menn – en ekki pabbi minn – settu hendur sínar á höfuðið á mér og framkvæmdu helgiathöfnina.

Ég fann fyrir þunga nokkurra stórra handa á mér. Pabbi, sem sat á bekk nokkrum metrum í burtu, fann fyrir öðrum þrýstingi – í brjósti sér. Rödd talaði til hans hið innra og sagði: „Þú þarft að vera til staðar fyrir drenginn þinn næst þegar þetta gerist.“

Næstu vikurnar breytti pabbi lífi sínu og tók að fara í kirkju á hverjum sunnudegi. Brátt varð kirkjan þungamiðja í fjölskyldulífi okkar.

Pabbi varð ráðgjafi djákna-, kennara- og prestasveitar minnar; sunnudagaskólakennarinn minn; og þjálfari minn í körfubolta, mjúkbolta og blaki. Meðan við vorum félagar í heimiliskennslu, hjálpaði pabbi öðrum körlum og fjölskyldum að snúa aftur til kirkjustarfs.

Með aðstoð pabba, upplifði ég mína eigin persónulegu trúarumbreytingu. Frá þessu hef ég reynt að vera næmur á karlmenn, eins og pabba, sem gætu brugðist við því boði að verða besti pabbinn sem þeir gætu orðið.

Ég verð ævinlega þakklátur fyrir það sem Bill frændi minn, góður Barnafélagskennari, vitur biskup og pabbi minn gerðu fyrir mig fyrir 60 árum.