2023
Hvernig erum við blessuð af ljósi heimsins?
Janúar 2023


„Hvernig erum við blessuð af ljósi heimsins?“ Líahóna, jan. 2023.

Kom, fylg mér

Jóhannes 1

Hvernig erum við blessuð af ljósi heimsins?

Ljósmynd
Jesús við síðari komuna

Síðari koman, eftir Grant Romney Clawson, byggt á upprunalegu verki eftir Harry Anderson

Jóhannes kom til „að vitna um ljósið,“ „hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann [sem kemur] í heiminn“ (Jóhannes 1:7, 9). „[Ljósið] kemur úr návist Guðs … og gefur öllu líf“ (Kenning og sáttmálar 88:12–13).

Hvernig blessar ljósið okkur? Sjá Alma 19:6; 36:20; Kenning og sáttmálar 88:67.

Hverju tengist ljós? Sjá Kenning og sáttmálar 84:45.

Hvernig vöxum við í ljósi? Sjá Kenning og sáttmálar 93:28.

Hver er ljós heimsins? Sjá Matteus 8:12; 3. Nefí 18:16, 24.

Lorenzo Snow forseti (1814–1901) kenndi: „Við trúum því að andinn sem upplýsir mannkynið komi úr návist hins almáttuga, að hann dreifist út um allan geiminn, að hann sé ljós og líf allra hluta og að sérhvert heiðarlegt hjarta hafi hann í sér í réttu hlutfalli við dyggð þess, ráðvendni og þrá þess til að þekkja sannleikann og gera vel við náunga sína“ (The Teachings of Lorenzo Snow, ritst. af Clyde J. Williams [1996], 107).