2023
Hvernig sýnir skírn hlýðni?
Janúar 2023


„Hvernig sýnir skírn hlýðni?“ Líahóna, jan. 2023.

Kom, fylg mér

Matteus 3; Markús 1; Lúkas 3

Hvernig sýnir skírn hlýðni?

Frelsari okkar er fullkomið dæmi um hlýðni við himneskan föður. Hann sagði: „Ég leita ekki míns vilja heldur vilja [föðurins] sem sendi mig“ (Jóhannes 5:30).

Frelsarinn var skírður til að sýna algjöra hlýðni við himneskan föður. Á sama hátt, þegar við sýnum hlýðni okkar með því að láta skírast, gerum við sáttmála við Guð um að vera dyggir, hlýðnir lærisveinar Jesú Krists. (Sjá 2. Nefí 31:5–13.)

Ljósmynd
Jóhannes skírir Jesú

Ein lýsing á hlýðni frelsarans, er að finna í frásögninni um skírn hans:

„Þá kom Jesús frá Galíleu að Jórdan til Jóhannesar að taka skírn hjá honum.

Jóhannes vildi varna honum þess og sagði: ,Mér er þörf að skírast af þér og þú kemur til mín!‘

Jesús svaraði honum: ,Lát það nú eftir. Þannig ber okkur að fullnægja öllu réttlæti‘“ (Matteus 3:13–15).

Jóhannes skírir Jesú, eftir Harry Anderson