2020
Unglingar
Apríl 2020


Unglingar

Ljósmynd
Photo of Mikayla J from Fiji

Ljósmyndun eftir Leslie Nilsson

Ég snérist til trúar á kirkjuna. Eitt af því sem fyrst höfðaði til mín var ungmennastarfið. Ég nýt þess jafnvel enn að verja tíma með kirkjuvinum, sem skemmta sér á góðan og upplyftandi hátt. Ég ný þess einkum að fara með þeim í hverri viku í Suva-musterið á Fijieyjum.

Á Fijieyjum er þrýstingur mikill meðal jafnaldra. Verslanir biðja oft ekki um auðkenni til áfengis- og tóbakskaupa og álíka. Unglingar geta alltaf keypt þetta. Það getur verið erfitt að velja hið rétta.

Eitt af því sem heldur mér við efnið, eru yngri systkini mín. Ég er elst, svo ég hugsa um þau í hvert sinn sem ég freistast til að gera eitthvað rangt. Ég vil ekki að þau taki einhverjar slæmar ákvarðanir, vegna þess að þau sáu mig gera það fyrst. Áður en mamma dó, tók hún af mér loforð að gæta systkina minna og vera ætíð til staðar fyrir þau.

Fram til þessa er ég sú eina af systkinum mínum sem er meðlimur kirkjunnar. Ég bið þó daglega fyrir þeim. Ég þakka himneskum föður fyrir að gefa þeim einn dag í viðbót og bið þess að þau hljóti þekkingu á fagnaðarerindi hans. Þau halda mér við efnið.

Mikayla J., 17 ára, Fijieyjum