2020
Dýrmætari silfurarmbandi
Apríl 2020


Dýrmætari silfurarmbandi

Sylvie Houmeau

Quebec, Kanada

Ljósmynd
bracelet

Myndskreyting eftir Emily Lui

Þegar ég var beðin að leiða umræður í Líknarfélaginu, um boð frelsarans um að gæta sauða hans, einsetti ég mér, að þar sem ég hugðist hvetja systurnar, þá skildi ég gera eitthvað fyrir einn sauða hans.

Ég taldi í mig kjark og bauð einni lítt virkri systur að koma með mér á viðburð Líknarfélagsins. Hún þáði það og við áttum góðan tíma saman. Mér fannst þetta gott fordæmi og vildi óðfús segja frá þessari reynslu. Drottinn hugðist þó kenna mér meira.

Þegar ég klæddi mig morgun einn, varð mér ljóst að silfurarmbandið mitt hafði týnst. Mér hafði verið gefið þetta armband í afmælisgjöf þegar ég var í Frakklandi, svo það hafði sérstaka merkingu fyrir mig. Ég leitaði að því á líklegustu stöðum, en fann það ekki. Ég sagði við sjálfa mig, að ef ég bæðist fyrir myndi ég fljótt finna armbandið.

Eftir að hafa beðist fyrir, leitaði ég hvarvetna. Í fjóra daga baðst ég ákaft fyrir og leitaði vandlega. Ég bað himneskan föður innilega að hjálpa mér að finna það, en það kom ekki í leitirnar. Ég var döpur í bragði, því armbandið var mér dýrmætt.

Kvöld eitt flutti sonur minn bæn með mér við rúmið mitt. Eftir bænina, tók hann eitthvað upp og rétti mér það. Það var armbandið mitt! Hann hafði fundið það undir rúminu. Það hlaut einhvern vegin að hafa farið fram hjá mér í leitinni. Ég hrópaði upp af gleði yfir að fá það aftur.

Skyndilega vaknaði sterk hugsun: „Biður þú jafn einlæglega fyrir systrunum í kirkjunni? Eru þær þér jafn dýrmætar og armbandið? Hvað með systur þínar utan kirkjunnar? Biður þú líka fyrir þeim?“

Þegar ég sagði frá upplifun minni með armbandið í Líknarfélaginu, áttum við dásamlegar umræður. Ég sagði systrunum, að mér hefði lærst að þegar frelsarinn bæði okkur að gæta sauða sinna, yrðum við að hafa hugfast að „verðmæti sálna er mikið í augum Guðs“ (Kenning og sáttmálar 18:10). Hann vill að við gætum að þeim sem eru umhverfis og að við elskum og önnumst þau og biðjum fyrir þeim af öllum mætti. Þegar við gerum það, munum við finna að hver og einn er langtum dýrmætari en silfurarmband.