2020
Fyrsta sýnin
Apríl 2020


Fyrsta sýnin

Með lotningu [fjórðungsnóta] = 68

Ljósmynd
The First Vision

1. Jósef spyrja vildi um veg og guðlegt ráð,

svo trúr hann tók að læra til að vaxa‘ að visku‘ og náð.

Ein ritning hjartað hreif, svo bæn hann vildi tjá,

og Jósef vissi‘ að hann gat beðið Guð um veginn að sjá.

2. Hugðist leita næðis, hann hélt í trjálund þar,

og bað af öllu hjarta að hljóta bænarsvar,

og Faðir og hans Son þá stigu himni frá,

svo svara Jósef mætti og loks koma skipan Guðs á.

3. Eftir þessa vitrun, ei viska himins þver,

og allir geta hlýtt á hið endurreista kver.

Sjá, himinsleið er greið og Herrann talar nú.

Hann kallar spámann til að vísa veg og leiða í trú.

Viðlag: Hann bað í trú, svo himinn heyrði,

og Faðir og hans Son þekktu‘ hans nafn.

Ég krýp í bæn. Ég veit Guð ann mér

og heyrir mína bæn.

Myndskreyting eftir Sarah Keele