2020
Við getum útbreitt ljósi fagnaðarerindisins
Apríl 2020


Ungt fullorðið fólk

Við getum útbreitt ljósi fagnaðarerindisins

Ljósmynd
smiling young adults

Ljósmyndun, Weston C. Colton

Yngri fullorðinsárin eru tími vaxtar, tækifæra og möguleika til að hefja uppbyggingu lífs ykkar. Það getur verið allt í senn yfirþyrmandi, spennandi og ógnvekjandi (það hefur vissulega verið það hjá okkur).

Þó við vitum kannski ekki svörin við öllum brýnustu spurningum lífsins, þá er það eitt sem við erum alveg viss um – að ungt fullorðið fólk hefur alltaf verið lykilþáttur í yfirstandandi endurreisn kirkju Jesú Krists.

Við vinnslu efnishluta þessa mánaðar, var rætt við margt ungt fullorðið fólk um þátttöku þess í samansöfnun Ísraels. Við höfum fundið til mikillar auðmýktar vegna einlægrar elsku þess og hollustu við fagnaðarerindi Jesú Krists. Burt séð frá aðstæðum sínum, skilja þessir ungu heilögu það mikilvæga hlutverk sem þau hafa í þessari síðustu ráðstöfun. Í greininni „Hvernig ungt fullorðið fólk lætur að sér kveða í yfirstandandi endurreisn“ á bls. 44 má lesa um það hvernig ungt fólk frá Indlandi, Ungverjalandi, Barbados, Ástralíu og Bandaríkjunum býr heiminn undir síðari komu frelsarans.

Í greinum sem eingöngu eru stafrænar, segir Cesar frá því hvernig við getum fundið tilgang og orðið betri leiðtogar. Lauri segir frá þeim blessunum sem við hljótum þegar við fylgjum leiðsögn spámannsins. Annað ungt fólk segir frá upplifun sinni af musterisþjónustu, hirðisþjónustu, ættarsögu og trúboði. Við segjum líka frá dæmi ungs fullorðins einstaklings í Nýju Kaledóníu sem sýnir hvernig ungir meðlimir vinna verk Drottins á fámennari svæðum kirkjunnar.

Hvar sem þið eruð og hverjar sem aðstæður ykkar eru, þá getið þið verið mikilvægari en þið teljið við samansöfnun Ísraels. Við, sem ungt fólk, erum framtíðarleiðtogar þessarar kirkju. Neisti verka okkar í dag mun tendra ljós fagnaðarerindisins og dreifa því um heim allan á morgun.

Virðingarfyllst,

Chakell Wardleigh og Mindy Selu

Ritstjórar efnishluta kirkjutímaritanna fyrir ungt fullorðið fólk