2020
Hirðisþjónusta með því að nota aðalráðstefnu
Apríl 2020


Reglur hirðisþjónustu

Hirðisþjónusta með því að nota aðalráðstefnu

Aðalráðstefna sér okkur fyrir mörgum þjónustuleiðum – fyrir, yfir og eftir ráðstefnuhelgi – með öllum hinum upplyftandi tilvitnunum, fjölskylduhefðum og boðskap þjóna Drottins.

Ljósmynd
scenes from general conference

Susie og Tom Mullen, kennarar undirbúningsbekkjar að trúboði, skora reglulega á nemendur sína að bjóða einhverjum að horfa á aðalráðstefnu.

„Óaðskiljanlegur hluti trúboðsstarfs er að bjóða fólki að gera eitthvað og það á einnig við um hirðisþjónustu,“ segir hún. „Nemendur okkar láta okkur reglulega vita hvernig þeim hefur gengið og einnig þeim sem þau buðu.“

Hér eru nokkrar þeirra aðferða sem nemendur þeirra sögðust hafa notað:

  • „Við þjónum vini sem er að fást við viss vandamál. Við buðum honum að hlusta á aðalráðstefnu til að leita svara. Þegar við heimsóttum hann eftir ráðstefnuna, sagði hann okkur að hann hefði fengið margar gagnlegar hugmyndir.“

  • „Við höfðum aðalráðstefnuhóf og allir komu með veitingar til að setja á borðið. Þetta var svo gaman að við ákváðum að gera þetta aftur.“

  • Ég bauð vini að horfa á aðalráðstefnu með mér. Þegar við ræddum það, ákváðum við að aka í samkomuhúsið og sjá hvort við gætum horft á hana þar. Við gerðum það og það var einstaklega góð upplifun að vera þar!“

Eins og Mullen-hjónin og nemendur þeirra hafa lært, þá eru margar aðferðir til að þjóna með því að nota aðalráðstefnu. Það er yndisleg leið til að deila upplífgandi tilvitnunum, fjölskylduhefðum, innihaldsríkum samræðum og boðskap þjóna Drottins!

Bjóðið fólki heim til ykkar

„Frelsarinn bauð fylgjendum sínum: ,Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan‘ (Jóhannes 13:34). Við horfum því til þess hvernig hann elskaði okkur. … Ef við gerum hann að fyrirmynd okkar, ættum við ávallt að leggja okkur fram við að bjóða öllum að taka þátt.“ – Dallin H. Oaks, forseti.1

Heimiliskennari okkar, Mike, gaf gaum að því fyrir mörgum árum, að börnin mín þrjú og ég, áttum einungis litla fartölvu til að horfa á aðalráðstefnu. Hann bauð okkur strax að koma heim til sín til að horfa á með sér og eiginkonu sinni, Jackie og fullyrti að þau yrðu mjög ánægð með félagsskapinn. Börnin mín urðu himinlifandi yfir að horfa á aðalráðstefnu í alvöru sjónvarpi; ég kunni vel að meta stuðninginn og við nutum innilega samverunnar.

Eftir þetta varð það að hefð að horfa á aðalráðstefnu saman. Eftir að við eignuðumst okkar eigið sjónvarp, fórum við jafnvel sæl og ánægð yfir til Mike og Jackie, með koddana okkar, skrifblokkir og veitingar til að horfa á aðalráðstefnu. Að hlusta á orð spámannanna saman, gerði það jafnvel enn sérstakara. Það mynduðust einskonar fjölskyldubönd. Mike og Jackie urðu meðal bestu vina minna og sem amma og afi barna minna. Kærleikur þeirra og vinátta hafa verið fjölskyldu okkar ótrúleg blessun. Ég er svo þakklát fyrir að þau voru fús til að ljúka upp heimili sínu og hjarta fyrir okkur.

Suzanne Erd, Kaliforníu, Bandaríkjunum

Reglur til að hafa í huga

„Gaf gaum“

Frelsarinn gaf sér af alúð tíma til að kynna sér þarfir annarra og kom svo til móts við þær þarfir (sjá Matteus 9:35–36; Jóhannes 6:5; 19:26–27). Við getum líka gert það.

„Bauð okkur strax“

Þegar við höfum kynnt okkur þarfir þeirra sem við þjónum, er næsta skrefið að bregðast við.„Að hlusta á orð spámannanna“

Við ættum að „[koma] oft saman“ (Moróni 6:5) til að læra saman, vaxa saman og ræða þá andlegu hluti sem skipta sálir okkar mestu máli.

„Kom, heyrið spámann hefja raust og heyrið Drottins mál,“2 gæti verið eitt mikilvægasta boðið sem við gætum fært þeim sem við þjónum.

„kærleikur þeirra og vinátta“

Til þess að aðstoða aðra og hafa sannlega áhrif á þá, verðum við að byggja upp samband sem einkennist af umhyggju og „fölskvalausri ást“ (sjá Kenning og sáttmálar 121:41).

Ljósmynd
looking at a tablet

Deilum á Alnetinu

„Samfélagsmiðlar eru hnattræan verkfæri sem geta haft persónuleg og jákvæð áhrif á stóran hóp einstaklinga og fjölskyldna. Ég trúi að okkur, sem lærisveinum Jesú Krists, beri á þessum tíma að nota þessi innblásnu verkfæri á viðeigandi hátt og vitna áhrifaríkar um Guð, hinn eilífa föður, hamingjuáætlun hans fyrir börn hans og son hans, Jesú Krist, sem frelsara heimsins.“ – Öldungur David A. Bedar3

Alnetið gefur okkur tækifæri til að deila fagnaðarerindinu með öllum heiminum. Það finnst mér stórkostlegt! Ég tilgreini nokkuð sem gera má í tengslum við aðalráðstefnu, en aðallega reyni ég að aðstoða aðra við að skapa umræður um ræðuefni aðalráðstefnu. Þegar við sjáum spurningar frá öðrum getur það oft hjálpað okkur að sjá hlutina í nýju ljósi og virkað sem stökkbretti fyrir frábærar umræðuspurningar okkar.

Ég hef uppgötvað, að er þið notið spurningar fyrir umræður um ráðstefnuræður með þeim fjölskyldum sem þið þjónið, getur það hjálpað ykkur að sjá styrkleika þeirra jafnt sem þarfir. Ein af uppáhaldsspurningum mínum er: Hvað finnst ykkur að hafi verið þema síðasta ráðstefnuhluta aðalráðstefnu?

Svarið leyfir ykkur nærri alltaf að sjá hvað er að gerast í lífi þeirra og hvað skiptir þau máli. Það gerir ykkur kleift að verða betri hirðisþjónar, vegna þess að þið sjáið þau greinilegar.

Camille Gillham, Kolarado, Bandaríkjunum

Reglur til að hafa í huga

„Deila fagnaðarerindinu!“

Við höfum gert sáttmála um að „standa sem vitni Guðs, alltaf, í öllu og allstaðar (Mósía 18:9).

„Skapa umræður“

Boðskapur aðalráðstefnu getur innblásið ótrúlegar, viðeigandi og andlega leiddar umræður. Slíkar umræður geta styrkt sambönd ykkar, hjálpað vitnisburði ykkar að vaxa og fært ykkur gleði! (sjá Kenning og sáttmálar 50:22).

„Notið spurningar“

Góðar spurningar munu hjálpa ykkur að skilja áhugamál, áhyggjur eða spurningar sem aðrir kunna að hafa. Þær geta bætt kennslu ykkar, laðað að andann og hjálpað fólki við að læra.“4

Heimildir

  1. Dallin H. Oaks, „Love and the Law“ (myndband), mormonandgay.ChurchofJesusChrist.org.

  2. „Kom, heyrið spámann hefja raust,” Sálmar, nr. 8.

  3. David A. Bednar, “Flood the Earth through Social Media,” Liahona, ágúst. 2015, 50.

  4. Boða fagnaðarerindi mitt: Leiðarvísir að trúboðsþjónustu (2004), 185.