2020
Hver er merking þess að hafa nafn Krists greypt í hjörtu okkar?
Apríl 2020


Kom, fylg mér: Mormónsbók

Hver er merking þess að hafa nafn Krists greypt í hjörtu okkar?

20.–26. apríl Mósía 4–6

Ljósmynd
What Does It Mean to Have the Name of Christ Written in Our Hearts

Í Mormónsbók er fólk auðkennt hinum ýmsu nöfnum – Nefítar, Lamanítar og Antí-Nefí-Lehítar, til að nefna einhver. Benjamín konungur þráði að fólk sitt yrði nefnt æðra, heilagra nafni – nafni Jesú Krists.

Hér segir frá því hvernig við getum haft nafn frelsarans „ætíð [greypt í hjörtu okkar] (Mósía 5:12):

Gera sáttmála með skírn

Í skírn gerum við sáttmála við Guð um að taka á okkur nafn Krists. Hverja teljið þið vera merkingu þess? (Sjá Mósía 18:8–9.)

Meðtaka sakramentið

Okkur er boðið að meðtaka sakramentið verðuglega í hverri viku. Í sakramentinu strengjum við þess heit að nýju að taka á okkur sjálf nafn Jesú Krists (sjá Moróní 4:3).

Breyta líkt og lærisveinn Jesú Krists

Sáttmálar okkar gera kröfu um að við höldum boðorðin. Breytni okkar ætti að endurspegla þrá okkar til að fylgja Kristi og líkjast honum. Með því að gera það, getum við áfram verið kölluð hans nafni. Á þennan hátt varðveitum við nafn Krists, svo það greypist í hjörtu okkar (sjá Mósía 5:12).