2020
Finna gleði í því að taka þátt í verki Drottins
Apríl 2020


Einungis stafrænt: Ungt fullorðið fólk

Finna gleði í því að taka þátt í verki Drottins

Lífið er annasamt ungu fullorðnu fólki Það er svo margt sem við gætum verið að gera: Mennta okkar betur, leitað eilífs lífsförunautar, hugað að lífsstarfinu, eignast börn. Ásamt öllu þessu góða, höfum við verið hvött til að „helga okkur [ætíð] verki Drottins.“1

„Á þessum tíma þurfum við að skilja betur hlutverk okkar við að hraða verki sáluhjálpar. Þegar við störfum við meðlimatrúboð, … musteris- og ættarsöguverk og gerum kennslu fagnaðarerindisins að eðlilegum hluta lífs okkar, munum við upplifa mikla gleði og hljóta þær andlegu gjafir sem við þurfum til að efla kirkjuna.“2

Hér eru einungis fáeinir ungir fullorðnir sem finna gleði í því að helga tíma sinn verki Drottins.

Ættarsaga: Byrjið nú þegar

„Endurreisnin hefur gert ótal margt fyrir mig persónulega, því ég hef hlotið vitneskju um að fjölskyldur geti verið saman að eilífu,“ segir Itumeleng Tiebere frá Maseru, Lesotho. „Ég fæ séð afa mína og ömmur og látin ættmenni mín. Þess vegna finnst mér ættarsaga afar hrífandi. Ég þarf að gera svo mörg sáluhjálparverk fyrir þau, því ég er af fyrstu kynslóð í kirkjunni.“

Itumeleng veit af eigin reynslu að erfitt getur verið að leita heimilda og upplýsinga, en hún hvetur annað ungt fólk til að sökkva sér ofan í eigin ættarsögu: „Byrjið bara á henni. … Ættarsaga hefur vakið mér þakklæti fyrir allt sem ég nýt.“ Hún getur gert það sama fyrir ykkur.

Þjónusta: Verið hendur Guðs

Lucy Fergeson frá Utah, Bandaríkjunum, segir frá því hvernig hirðisþjónusta hjálpaði henni í gegnum verstu viku lífs hennar – en á óvæntan hátt. Það var lokaprófsvika í skólanum, annasöm vika i vinnunni og kærasti hennar hafði slitið sambandi þeirra. Hún sagði þá: „Ég hafði gleymt mér, en ég og þjónustufélagi minn höfðum ráðgert að baka múffur fyrir systurnar sem okkur var falið að þjóna.“

Við baksturinn hlustaði þjónustufélagi Lucy, sýndi hluttekningu og veitti leiðsögn. „Að baka og gefa múffur var ekki nokkuð sem var afar mikilvægt eða gerði einhvern gæfumun,“ sagði Lucy íhugul. „Eftir að félagi minn hafði ekið mér heim, varð mér ljóst að þetta var nákvæmlega það sem ég þurfti til að bæta líðan mína og að stundum sendir Guð aðra til að vera hendur sínar. Það sem mér fannst svo frábært var að hjálpin barst frá þjónustufélaga mínum, en ekki systrunum sem var falið að þjóna mér. Ég er svo þakklát fyrir að vegna hennar fannst mér ég ekki vera ein, heldur að ég væri elskuð.

Trúboðsstarf: Verið fyrirmynd

Þið þurfið ekki að vera fastatrúboði til að miðla fagnaðarerindinu. Vennela Vakapalli, frá Andhra Pradesh, Indlandi, útskýrir: „Þegar ég fer í strætó eða lestina, opna ég Mormónsbók og les hana. Flestir þar spyrja um bókina.“

Ashlee Dillon frá Utah, Bandaríkjunum, segir: „Þótt ég hafi ekki þjónað í trúboði, merkir það ekki að ég sé ekki trúboði. Í stað þess að yfirgefa fjölskyldu mína til að þjóna Drottni, þá þjóna ég Drottni með fjölskyldu minni. Ég þjóna öðrum og lifi þannig að ég sé fyrirmyndar lærisveinn Jesú Krists.“

Foreldrahlutverkið: Kennið börnum fagnaðarerindið

Ingrid de Bastian Ortiz, frá Veracruz, Mexíkó, er 26 ára þriggja barna móðir. Hún útskýrir: „Það koma erfiðir dagar fyrir foreldra með ung börn, með endalausum húsverkum og þeirri athygli sem börnin krefjast. Við höfum þó hina miklu ábyrgð að kenna börnum okkar fagnaðarerindið, svo þau viti að þau eru börn Guðs.

Móðurskylda mín er að hjálpa þeim að skilja af eigin raun að himneskur faðir hefur sæluáætlun fyrir þau.“

Þótt þið hafið ekki enn eignast börn, getið þið samt tekið þátt í því að kenna börnum. Það er svo mikilvægt að börn þekki þessar reglur og kenningar,“ segir Ingrid, „að við getum vissulega lagt okkar af mörkum, sem ungt einhleypt eða gift fólk, í einhverjum köllunum Barnafélags og barnastofu.“

Við erum öll önnum kafið ungt fólk. Hverjar sem aðstæður ykkar gætu verið, getið þið samt fundið einfaldar leiðir til að vinna verk Drottins á öllum sviðum lífsins – bæði í stóru og smáu.

Heimildir

  1. Thomas S. Monson, „Uns við hittumst á ný,“ aðalráðstefna, október 2013.

  2. „Hastening the Work of the Lord,“ Liahona, okt. 2013, 33.