Kjarni málsins
Er það svindl að afrita af netinu eða frá gervigreind fyrir skólaverkefni?
Stutta svarið er já.
Upplýsingar eru bókstaflega við höndina vegna tækninnar. Það er frábært að nota tæknina til rannsókna og náms. En spurningin um að afrita af Alnetinu eða beint frá gervigreind fyrir skólaverkefni snýst minna um þægindin. Hún snýst meira um hver tilgangur menntunar ykkar sé í raun.
„Himneskur faðir vill að synir hans og dætur séu alltaf að læra. … Menntun … er hluti af því eilífa markmiði ykkar að verða líkari himneskum föður“ (Til styrktar ungmennum: Leiðarvísir að ákvarðanatökum [2022], 31). Sú tegund menntunar snýst um að þróa huga ykkar og afla ykkur þekkingar. Hún snýst ekki um hvað þið komist upp með til að uppfylla lágmarkskröfur.
Og varðandi spurninguna um svindl: Ef skólinn ykkar eða kennarinn segir ykkur að afrita ekki af Alnetinu eða beint frá gervigreind, þá skulið þið ekki gera það. Ef kennarinn felur ykkur að skrifa eitthvað, þá skulið þið sjálf skrifa það. Ef þið eruð ekki viss um hvað sé leyfilegt við hvert verkefni, spyrjið þá kennarann ykkar.
„Að lifa af ráðvendni, þýðir að þið elskið sannleikann af öllu hjarta – meira en þið elskið … þægindin“ (Til styrktar ungmennum: Leiðarvísir að ákvarðanatökum, 31).