Hvar finn ég von þegar ástvinur fellur frá?
Þegar pabbi minn dó, var það trú mín á Jesú sem hjálpaði mér mest. Áður en fjölskylda mín gekk í kirkjuna, vorum við kaþólsk. Mér líkaði ekki að fara í kirkju, en mamma var afar trúföst. Eftir lát pabba, man ég eftir að móðir mín sagði að hún vildi ekki trúa lengur.
Móðir mín átti vin sem var meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu og hann kom með trúboðana á heimili okkar. Við lærðum lexíur saman og tókum að sækja kirkju. Ég byrjaði að trúa á Jesú og Guð og trú mín tók að vaxa. Þótt faðir minn hefði látist, hafði ég trú á því að við myndum einhvern tíma sjá hann aftur. Við getum lifað saman á himnum sökum Jesú Krists.
Jesús Krists er alltaf til staðar fyrir ykkur. Þegar þið eruð döpur eða áhyggjufull eða þið eigið slæman dag, getið þið leitað til hans vegna þess að hann elskar ykkur. Hann mun berjast fyrir ykkur.
Simone C., 18 ára, Vilnius, Litháen.
Nýtur þess að spila vatnspóló, blak og á harmonikku.