Til styrktar ungmennum
Heildarmyndin
Til styrktar ungmennum, júlí 2025


Heildarmyndin

Bradley R. Wilcox

Hefur þú einhvern tíma farið í af hverju leikinn? Hann er eitthvað á þessa leið:

Af hverju ætti ég að fara í skóla? Svo þú getir fengið góða vinnu. Af hverju ætti ég að fá mér góða vinnu? Svo ég geti gift mig og eignast börn. Af hverju skyldi ég gera það? Svo börnin þín geti farið í skóla.

Síðan byrjar leikurinn alveg upp á nýtt. Þetta virðist tilgangslaust án heildarmyndarinnar. Hún er það sem við erum blessuð með að hafa. Hún er kölluð sæluáætlunin og hún gefur okkur tilgang og merkingu. Hún gefur okkur ástæður sem skipta máli hér og að eilífu. Um þetta snýst þessi útgáfa tímaritsins Til styrktar ungmennum.

Í samhengi áætlunar himnesks föður – og með Jesú Krist og friðþægingu hans að miðpunkti – munið þið finna þrá og styrk til að búa ykkur undir framtíðina. Menntun ykkar, atvinna, fjölskylda og þjónusta í kirkjunni geta verið mikilvæg viðfangsefni, fremur en yfirþyrmandi byrði.

Þið getið þetta, því Jesús Kristur er með ykkur!

Kærleikskveðjur,

Bradley R. Wilcox

annar ráðgjafi í aðalforsætisráði Piltafélagsins