Guð er alltaf með ykkur
Þótt ég tryði ekki á Guð, elskaði hann mig samt og vakti yfir mér.
Myndskreyting: Uran Duo
Guð þekkti mig áður en ég þekkti hann
Þegar ég var átta ára hittu trúboðarnir ömmu mína og frænku á götunni. Eftir að hafa lært um fagnaðarerindið létum við allar skírast. Árið 2020 urðum við hinsvegar að hætta að fara í kirkju vegna Kóvíd. Að lokum hættum við að trúa.
Fyrir tveimur árum trúði ég ekki einu sinni á Guð og vissi ekki hvort hann væri raunverulegur. Dag einn eftir skóla hugðist ég fara yfir götuna til að kaupa snarl. En rödd sagði mér að fara ekki yfir götuna. Ég stansaði og tveir bílar lentu í árekstri beint fyrir framan mig. Ef ég hefði farið yfir götuna hefðu bílarnir keyrt á mig eða kannski drepið mig. Ég vissi þá að Guð þekkti mig og elskaði mig. Þótt ég hafi ekki trúað á hann og var ekki að sækja kirkju á þeim tíma, elskaði hann mig og verndaði mig.
Ég tók að lesa Mormónsbók aftur og gerði mér grein fyrir því að hún væri orð Guðs. Ég tók líka að sækja aftur kirkju. Þegar ég fer til kirkju finn ég fyrir friði, kærleika Guðs og hjálp hans. Ég finn að hann er alltaf hjá mér og það gerir mig hamingjusama.
Eftirlætis sálmur minn er „Guðs barnið eitt ég er,“ því hann minnir mig á að himneskur faðir elskar okkur og hjálpar okkur. Mér líkar líka ritningin 2. Nefí 2:27, sem talar um að okkur sé frjálst að velja milli rétts og rangs.
Guð er með mér í áskorunum mínum
Fyrir mörgum mánuðum tók bróðir minn að koma í kirkju með mér, en eftir nokkra stund hætti hann. Hann hefur áhyggjur af því hvað vinum hans og öðrum finnist um hann. Honum finnst skammarlegt að fara í kirkjuna okkar, en ég segi honum að það skipti ekki máli hvað vinum finnst. Það skiptir máli það sem Guði finnst.
Fjölskyldan mín fer ekki í kirkju. Ég fer ein. Þar sem engin strætisvagn fer að kirkjubyggingunni við götuna mína, þá geng ég í um 30 mínútur til að komast þangað. Fjölskylda mín hefur áhyggjur af því hvað öðrum finnist um þau, en ég segi það ekki skipta máli, því ég veit að kirkjan er sönn.
Þegar ég hitti vini mína, drekka þeir stundum kaffi. Og þegar ég sé það, langar mig stundum líka að drekka kaffi. Ég man þó að Guð er með mér. Hann heldur í höndina á mér og hjálpar mér. Ég heyri rödd sem segir mér að gera það ekki og ég veit að Guð er að hjálpa mér að sigrast á þessum áskorunum.
Nara finnst erfitt að fara í kirkju án fjölskyldu sinnar, en hún veit að Guð elskar hana og blessar. Hann verndaði hana jafnvel eitt sinn frá bílslysi.
Ráð til annarra eins og mín
Ef ég ætti að gefa einhverjum ráð í mínum aðstæðum, myndi ég segja þeim að þið væruð svo blessuð og hefðuð mikla trú. Þið eruð ekki ein, því meðlimir kirkjunnar og trúboðar geta gefið ykkur góð ráð. Guð elskar ykkur. Þið eruð synir hans eða dætur og hann þráir að hjálpa ykkur.
Höfundur býr í Yerevan, Armeníu.