Tengjast
Flavia C.
Buenos Aires, Argentínu
Ljósmynd: Christina Smith
Nýlega missti ég fótlegginn í lestarslysi.
Ég sat í lestinni þegar ég fann símann hverfa úr höndum mér – einhver rændi mig. Hugsunarlaust hljóp ég eftir manninum í gegnum lestarvagn sem var með engum hurðum. Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist en skyndilega var ég fyrir neðan lestina og hrópaði á hjálp.
Ég vaknaði á spítalanum nokkrum dögum síðar. Ég komst að því að ég hafði misst hægri fótlegginn. Á meðan á dvöl minni á sjúkrahúsinu stóð, grét ég oft. Fjölskylda mín, vinir og fjölskylda kirkjunnar voru samt alltaf með mér og hjálpuðu mér.
Ég veit að himneskur faðir og Jesús Kristur hjálpuðu mér líka. Fyrir hverja aðgerð fór ég alltaf með persónulega bæn um að allt yrði í lagi og að ég yrði ekki hrædd. Drottinn var alltaf til staðar þegar ég var vonlaus.
Ég held áfram að verða betri og reyni að sækja fram með hjálp frelsarans.