Til styrktar ungmennum
Tölum um peninga!
Til styrktar ungmennum, júlí 2025


Tölum um peninga!

Við skulum lesa nánar um það þegar Jesús kenndi um peninga.

stúlka og piltur

Myndskreyting: Alyssa Petersen

Jesús talar nokkrum sinnum um peninga í ritningunum.

Hljómar „fjársjóður á himni“ (Matteus 6:20), dæmisagan um talenturnar (Matteus 25:14–30) eða „færið alla tíundina í forðabúrið“ (Malakí 3:10) kunnuglega? Við skulum fara aftur yfir þetta!

Þarfir og langanir

Jesús veit að það er margt sem þið þarfnist (til dæmis fæðu) og sem ykkur langar í (til dæmis leiki). Hann kennir: „Safnið yður fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð“ (Matteus 6:19–21). Margt af því sem peningar kaupa slitnar og eyðist, svo verið meðvituð um hvað þið kaupið.

Þið getið farið vel með peninga ef þið aðskiljið þarfir ykkar frá löngunum ykkar. Hugsið með ykkur: „Kaupi ég þetta vegna þess að ég þarf það eða vegna þess að mig langar í það?“ Ef þið eruð ekki viss, skuluð þið prófa að bíða í mánuð; spyrjið ykkur síðan þessara spurninga aftur að þeim tíma liðnum. Með því að gera þetta, getið þið forðast að kaupa hluti af skyndihvöt og með því að reyna að vekja hrifningu annarra. Þess í stað munið þið taka snjallar ákvarðanir um hvenær ætti að spara og hvenær ætti að eyða peningum.

peningum hellt út úr sparibauk

Nota peninga til að blessa aðra

Í dæmisögunni um talenturnar segir Jesús frá húsbónda sem gefur þremur þjónum mismiklar peningaupphæðir (kallaðar „talentur“). Tveir þjónanna tvöfalda upphæðina sem þeim var gefið og einn þjónninn grefur peningana sína. Þegar húsbóndinn kemur aftur, er hann ánægður með þjónana tvo sem juku við talentur sínar og óánægður með þjóninn sem gerði það ekki (sjá Matteus 25:14–30).

Í sama tilgangi og meistarinn í dæmisögunni gaf þjónum sínum talentur, væntir Guð þess að þið notið peninga ykkar til að blessa ykkur sjálf og aðra, þegar hann blessar ykkur með peningum. Þegar þið annist aðra, uppfyllið þið boðorð Jesú um að „elska náunga ykkar eins og sjálf ykkur“ (Markús 12:31).

Það er allt í lagi að kaupa fallega hluti, en þið ættuð að huga að þörfum ykkar sjálfra og annarra áður en þið kaupið þá. Þegar þið hugsið um þarfir annarra, mun Guð hjálpa ykkur að vita hvernig nota á peninga til að blessa fólk í lífi ykkar.

piltur á hrúgu af smápeningum

Blessanir fyrir tíund

Ef þið hafið áhyggjur af því að eiga ekki næga peninga vegna þess að þið greiðið tíund, lesið þá þessi hughreystandi orð Guðs: „Færið alla tíundina í forðabúrið … og reynið mig á þennan hátt, … hvort ég lýk ekki upp fyrir yður flóðgáttum himinsins og úthelli yfir yður yfirgnæfanlegri blessun“ (Malakí 3:10). Ef þið greiðið tíund ykkar, mun Guð blessa ykkur meira en þið fáið ímyndað ykkur!

Þið verðið ef til vill ekki blessuð á veraldlegan hátt – þið eigið kannski ekki þá peninga sem þið viljið til að kaupa dýra skyrtu sem ykkur finnst falleg, svo þið gætuð þurft að bíða með skyndiánægju. Drottinn mun þó blessa ykkur. Með tímanum mun ykkur reynast auðveldar að greiða tíund og andi ykkar á betur með að takast á við fjárhagsáhyggjur ykkar.

Guð mun hjálpa ykkur

Russell M. Nelson

Treystið orðum Russell M. Nelson forseta: „Geta frelsarans til að hjálpa ykkur á sér engin takmörk“ (aðalráðstefna, október 2024). Með því að nota peningana ykkar meðvitað til að uppfylla þarfir ykkar, annast aðra og greiða tíund, munið þið uppgötva dýpri elsku til Guðs og annarra og þakklæti fyrir það sem þið hafið.