Til styrktar ungmennum
Ég þarf að taka margar stórar ákvarðanir Hvernig hlýt ég persónulega opinberun?
Til styrktar ungmennum, júlí 2025


Spurningar og svör

„Ég þarf að taka margar stórar ákvarðanir. Hvernig hlýt ég persónulega opinberun?“

stúlka

„Kannið kosti og galla og veljið það sem mun halda ykkur samhliða Guði. Munið að biðja áður en, á meðan og eftir að þið hafið tekið ákvörðun. Andinn mun staðfesta fyrir ykkur það sem rétt er.“

Laneah S., 16 ára, Utah, Bandaríkjunum

piltur

„Að biðja og lesa ritningarnar mun hjálpa 100%. Ritningarnar segja: ‚Biðjið og yður mun gefast.‘ Svo spyrjið! Vinnið síðan að því sem þið þurfið. Munið að Drottinn mun alltaf svara!“

Parker B., 16, Kaliforníu, Bandaríkjunum

piltur

„Spyrjið himneskan föður og lesið orð hans. Fylgist með því hvernig heilagur andi talar til ykkar með því að skrifa hjá ykkur innblástur daglega og þið getið fundið mynstur varðandi hvernig þið hljótið persónulega opinberun.“

Caleb A., 18 ára, Norður-Karolínu, Bandaríkjunum

piltur

„Mormónsbók er eitt besta verkfærið sem við höfum til að hljóta persónulega opinberun. Við getum lært af fordæmi fornra spámanna.“

João C., 19 ára, São Paulo, Brasilíu

stúlka

„Stundum berst svar ykkar strax og stundum ekki. Stundum berst svarið sem mjög sérstök tilfinning eða gegnum söng sem þið heyrið í kirkju. Fjölskylda og traustir vinir geta líka gefið góð ráð.“

Anabel V., 12 ára, Utah, Bandaríkjunum