Til styrktar ungmennum
Skemmtistund
Til styrktar ungmennum, júlí 2025


Skemmtistund

Skemmtistund

Hala niður PDF-skjali

Armband – Lít þú til Krists

Hafið þið séð armbandið í þemamyndbandi ungmenna 2025? Þið getið búið til eitt slíkt!

Skoðið leiðbeiningarnar til að búa til einfaldaða útgáfu af armbandinu. Þá er kominn tími til að bæta við mikilvægasta hlutanum – sólinni – til að minna ykkur á að líta til Krists. Á hvaða skapandi hátt gætuð þið bætt sól við á armbandið ykkar? (Þið gætuð notað pappír, þráð, steina eða eitthvað annað!)

Sendið okkur mynd af fullgerðu armbandi ykkar á ftsoy.ChurchofJesusChrist.org til að eiga möguleika á birtingu.

Armbandsleiðbeiningar

Þemamyndband ungmenna

Látið ekki blindast af slægð

Kenning og sáttmálar 76:75 segir að þeir sem fari í yfirjarðneska ríkið (fremur en hið himneska) séu „blindaðir af slægð mannanna.“ Hér er skemmtilegur leikur sem gæti verið erfiðari en hann lítur út fyrir.

Þessar þrjár „slægu“ myndir gætu bara sýnt hið augljósa eða í þeim gætu leynst sjónblekkingar. Þekkið þið sannleikann?

1. Eru báðir endar þessarar línu eins á litinn eða mismunandi á litinn?

Eins

Mismunandi

Vísbending: Brjótið blaðið saman þannig að endar línunnar liggi samhliða eða klippið línuna út úr bakgrunninum til að skoða hana betur.

2. Er þetta mynd af ungri konu eða gamalli konu?

Ungri konu

Gamalli konu

Vísbending: Lítið nánar á. Þetta gæti verið brelluspurning.

3. Halla gráu línurnar eða eru þær beinar alla leiðina?

Halla

Beinar

Vísbending: Hyljið svörtu og hvítu skífurnar til að athuga það.

Samsvörunar leikur

Finnið hvern tölustaf númer 1 (þeir eru þrír). Dragið línu frá hverjum tölustaf númer 1 að samsvarandi tölustaf númer 2. Tengið síðan hvern tölustaf númer 2 við samsvarandi tölustaf númer 3. Þegar allt passar, skulið þið skoða myndina sem þið hafið búið til og ákveða hvert dýrðarríkjanna hún táknar.

1. Himneska ríkið

2. Dýrð sólarinnar

3. Allt er þeirra

1. Yfirjarðneska ríkið

2. Dýrð tunglsins

3. Heiðvirð en blinduð

1. Jarðneska ríkið

2. Dýrð stjarnanna

3. Fengu tækifæri til þess, en meðtóku ekki fagnaðarerindið

Síðasta myndin: __________________________ ríkið

Þurfið þið vísbendingu?

Himneska ríkið: Kenning og sáttmálar 76:50–70

Yfirjarðneska ríkið: Kenning og sáttmálar 76:71–80

Jarðneska ríkið: Kenning og sáttmálar 76:81–88

Myndasögur

myndasaga

Notaði móðir ykkar uppskrift eða leyniblöndu?

Val Chadwick Bagley

myndasaga

Þú virðist kvíða því að flytja ræðu í kirkju. Er þetta fyrsta skiptið þitt?

Nei! Ég hef oft fundið fyrir kvíða.

Derek L. Smith

Svör

Látið ekki blekkjast af slægð: 1. Eins, 2. Bæði, 3. Beinar

Samsvörunarleikur: 1. Himneska ríkið, 2. Dýrð sólarinnar, 3. Allt er þeirra; 1. Yfirjarðneska ríkið, 2. Dýrð tunglsins, 3. Heiðvirð en blinduð; 1. Jarðneska ríkið, 2. Dýrð stjarnanna, 3. Meðtóku ekki fagnaðarerindið. SÍÐASTA MYNDIN: Jarðneska ríkið